Kremjum óléttutabúin sigga dögg skrifar 24. júlí 2015 11:00 Vísir/Getty Ég hef fjórum sinnum orðið ólétt en ég á aðeins tvö börn. Ég hef einu sinni misst fóstur og einu sinni farið í fóstureyðingu. Það er, af alls konar ástæðum, ótrúlega erfitt að skrifa þetta opinberlega en samt þykir mér það svo nauðsynlegt. Ef það er eitthvað sem ég vil afreka á mínum starfsferli þá er það að létta á tabúum og þau eru ansi mörg í tengslum við þungun. Það er tabú að tala um að reyna að eignast barn. Það er tabú að segja á stefnumóti að þig langi í börn. Það er tabú að segja of snemma (lesist, fyrir tólftu viku) frá þungun. Það er tabú að fara í fóstureyðingu. Það er tabú að vera ekki viss hver næstu skref eru þegar þvagið drýpur af prófinu. Það er tabú að vera óviss hver pabbinn er. Það er tabú að syrgja fóstur sem þú misstir. Það er tabú að fá aðstoð við frjóvgun. Það er tabú að ætla ekki í hnakkaþykktarpróf. Það er tabú að geta ekki getið barn. Það er tabú að vilja ekki eignast barn. Það er tabú að móðurhlutverkið sé drulluerfitt.Tengist þungun samförum? Þetta er allt svo þungt og mikið tabú en ég segi stopp. Ég nenni þessu ekki. Mig langar að við getum leitað stuðnings til okkar fólks, hvort sem það er í gleði eða sorg. Þungun er flókið líffræðilegt ferli sem setur allar tilfinningar í algjöra flækju og heldur viðkomandi í gíslingu þann tíma sem hún stendur yfir. Það þarf að taka alls konar ákvarðanir en samt má eiginlega ekki ræða þessar ákvarðanir við neinn nema í hálfum hljóðum, falið hvísl í heimahúsi. Góð vinkona mín stakk því að mér að það gæti verið vegna þess að þetta tengist samförum á einn eða annan hátt. Er það virkilega? Þegar fólk ræðir barneignir, sér það þá fyrir sér hvort hún hafi verið ofan á eða hann fyrir aftan eða hvað? Það getur ekki verið svarið. Eða að hann hitti alltaf í vitlaust gat og þess vegna sé ekkert barn komið? Eða gera þau það ekki nógu oft? Eða það að þú sért kærulaus, kunnir ekki á getnaðarvarnir eða sért jafnvel, gúlp, drusla?Hlustaðu af hlýju og kærleika Fólk hefur alls konar skoðanir á öllum málum undir sólinni en þegar það kemur að þessu máli – nennirðu að sýna samúð, stuðning og skilning? Nennir þú að skilja fordóma þína eftir í eigin heila og hlusta með opnu hjarta og heyra það sem viðkomandi gengur í gegnum, hvort sem það er hamingja eða hjartasorg? Og spyrðu. Leyfðu þér að teygja þig eftir viðkomandi og spyrja hvernig honum eða henni líður og hver staðan er. Þegar við sýnum hvert öðru kærleika og þolinmæði þá verður heimurinn betri og við hættum að burðast með einhver óþarfa aukakíló skammar, samviskubits og sorgar. Heilsa Tengdar fréttir Stelpur liggja undir drusludómnum Spurning vikunnar verður að fá að koma í formi pistils því hugur minn liggur hjá druslum þessa lands. 25. júlí 2014 09:30 Mamman drap rómantíkina Síðan móðurhlutverkið bankaði uppá þá hefur rómantíkerin verið læstur niður í geymslu, hvað skal þá til bragðs taka? 18. maí 2015 11:00 Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30 Brjóstin mín og brjóstin þín? Hugleiðingar um brjóst, eigin brjóst 27. mars 2015 10:00 Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00 Fóstureyðing Fóstureyðing er tabú málefni en það er mikilvægur réttur kvenna að geta farið í fóstureyðingu og það án þess að skammast sín. 26. janúar 2015 14:00 Ólétta óskast Langar þig að verða ólétt en ert óþolinmóð og langar að hámarka líkurnar á getnaði á sem skemmstum tíma? Ef svo er, lestu áfram. 18. mars 2015 11:00 Tími á milli barneigna Þegar barn er fætt fer af stað klukka og nú velta margir foreldrar því fyrir sér hvort eiga skuli fleiri börn og þá hvenær. 20. apríl 2015 11:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ég hef fjórum sinnum orðið ólétt en ég á aðeins tvö börn. Ég hef einu sinni misst fóstur og einu sinni farið í fóstureyðingu. Það er, af alls konar ástæðum, ótrúlega erfitt að skrifa þetta opinberlega en samt þykir mér það svo nauðsynlegt. Ef það er eitthvað sem ég vil afreka á mínum starfsferli þá er það að létta á tabúum og þau eru ansi mörg í tengslum við þungun. Það er tabú að tala um að reyna að eignast barn. Það er tabú að segja á stefnumóti að þig langi í börn. Það er tabú að segja of snemma (lesist, fyrir tólftu viku) frá þungun. Það er tabú að fara í fóstureyðingu. Það er tabú að vera ekki viss hver næstu skref eru þegar þvagið drýpur af prófinu. Það er tabú að vera óviss hver pabbinn er. Það er tabú að syrgja fóstur sem þú misstir. Það er tabú að fá aðstoð við frjóvgun. Það er tabú að ætla ekki í hnakkaþykktarpróf. Það er tabú að geta ekki getið barn. Það er tabú að vilja ekki eignast barn. Það er tabú að móðurhlutverkið sé drulluerfitt.Tengist þungun samförum? Þetta er allt svo þungt og mikið tabú en ég segi stopp. Ég nenni þessu ekki. Mig langar að við getum leitað stuðnings til okkar fólks, hvort sem það er í gleði eða sorg. Þungun er flókið líffræðilegt ferli sem setur allar tilfinningar í algjöra flækju og heldur viðkomandi í gíslingu þann tíma sem hún stendur yfir. Það þarf að taka alls konar ákvarðanir en samt má eiginlega ekki ræða þessar ákvarðanir við neinn nema í hálfum hljóðum, falið hvísl í heimahúsi. Góð vinkona mín stakk því að mér að það gæti verið vegna þess að þetta tengist samförum á einn eða annan hátt. Er það virkilega? Þegar fólk ræðir barneignir, sér það þá fyrir sér hvort hún hafi verið ofan á eða hann fyrir aftan eða hvað? Það getur ekki verið svarið. Eða að hann hitti alltaf í vitlaust gat og þess vegna sé ekkert barn komið? Eða gera þau það ekki nógu oft? Eða það að þú sért kærulaus, kunnir ekki á getnaðarvarnir eða sért jafnvel, gúlp, drusla?Hlustaðu af hlýju og kærleika Fólk hefur alls konar skoðanir á öllum málum undir sólinni en þegar það kemur að þessu máli – nennirðu að sýna samúð, stuðning og skilning? Nennir þú að skilja fordóma þína eftir í eigin heila og hlusta með opnu hjarta og heyra það sem viðkomandi gengur í gegnum, hvort sem það er hamingja eða hjartasorg? Og spyrðu. Leyfðu þér að teygja þig eftir viðkomandi og spyrja hvernig honum eða henni líður og hver staðan er. Þegar við sýnum hvert öðru kærleika og þolinmæði þá verður heimurinn betri og við hættum að burðast með einhver óþarfa aukakíló skammar, samviskubits og sorgar.
Heilsa Tengdar fréttir Stelpur liggja undir drusludómnum Spurning vikunnar verður að fá að koma í formi pistils því hugur minn liggur hjá druslum þessa lands. 25. júlí 2014 09:30 Mamman drap rómantíkina Síðan móðurhlutverkið bankaði uppá þá hefur rómantíkerin verið læstur niður í geymslu, hvað skal þá til bragðs taka? 18. maí 2015 11:00 Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30 Brjóstin mín og brjóstin þín? Hugleiðingar um brjóst, eigin brjóst 27. mars 2015 10:00 Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00 Fóstureyðing Fóstureyðing er tabú málefni en það er mikilvægur réttur kvenna að geta farið í fóstureyðingu og það án þess að skammast sín. 26. janúar 2015 14:00 Ólétta óskast Langar þig að verða ólétt en ert óþolinmóð og langar að hámarka líkurnar á getnaði á sem skemmstum tíma? Ef svo er, lestu áfram. 18. mars 2015 11:00 Tími á milli barneigna Þegar barn er fætt fer af stað klukka og nú velta margir foreldrar því fyrir sér hvort eiga skuli fleiri börn og þá hvenær. 20. apríl 2015 11:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Stelpur liggja undir drusludómnum Spurning vikunnar verður að fá að koma í formi pistils því hugur minn liggur hjá druslum þessa lands. 25. júlí 2014 09:30
Mamman drap rómantíkina Síðan móðurhlutverkið bankaði uppá þá hefur rómantíkerin verið læstur niður í geymslu, hvað skal þá til bragðs taka? 18. maí 2015 11:00
Andleg og líkamleg barátta um barneignir Þetta barneignamál hefur komið fyrir andlegum innri hnút. Það er svo skrýtið að vera kona sem langar að eignast barn. 17. janúar 2015 11:30
Bankalán og blæðingar Af hverju eru blæðingar tabú umræðuefni? Þú getur tekið þátt í því að brjóta tabúið 15. júní 2015 11:00
Fóstureyðing Fóstureyðing er tabú málefni en það er mikilvægur réttur kvenna að geta farið í fóstureyðingu og það án þess að skammast sín. 26. janúar 2015 14:00
Ólétta óskast Langar þig að verða ólétt en ert óþolinmóð og langar að hámarka líkurnar á getnaði á sem skemmstum tíma? Ef svo er, lestu áfram. 18. mars 2015 11:00
Tími á milli barneigna Þegar barn er fætt fer af stað klukka og nú velta margir foreldrar því fyrir sér hvort eiga skuli fleiri börn og þá hvenær. 20. apríl 2015 11:00