Áhugaflugmenn gagnrýna takmörkun á einkaflugi á Þjóðhátíð Ingvar Haraldsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Flugvél lendir á flugvellinum í Vestmannaeyjum. vísir/óskar friðriksson Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni. Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Óánægja er meðal einka- og áhugaflugmanna með nýjar reglur Isavia um skipulag flugs til og frá Vestmannaeyjum yfir verslunarmannahelgi. Samkvæmt reglunum verður afgreiðslutímum á flugvöllinn úthlutað svo flugtök og lendingar verði ekki fleiri en átta á hálftíma. Auk þess mun atvinnuflug hafi forgang. Fram til þessa hefur flugturninn í Vestmannaeyjum séð um að dreifa álagi á flugvöllinn. „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Valur Stefánsson, formaður Félags flugmanna og flugvélaeigenda.Valur StefánssonValur segir sambærilegt fyrirkomulag hafa verið reynt fyrir nokkrum árum en það hafi ekki gengið sem skyldi. „Það var ekkert af litlu vélunum sem fóru þá helgina,“ segir Valur. Valur spyr hvers vegna sé verið að setja nýjar reglur nú þar sem álagið á flugvellinum hafi verið mun meira áður en Landeyjahöfn var tekin í notkun árið 2010. „Það er miklu minna af litlum vélum sem eru að fara núna eftir að Landeyjahöfn kom því að Herjólfur er að ferja obbann af þessu fólki í dag sem hann gerði ekki áður,“ segir Valur. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA, segir ástæðu breytinganna vera áhættumat sem gert hafi verið síðasta haust. „Þar komu í ljós öryggislegir vankantar og það hefði verið óábyrgt af okkur að bregðast ekki við,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að eftir samdrátt í flugi eftir hrun hafi flug til Vestmannaeyja tekið að aukast á ný yfir verslunarmannahelgi. Afgreiðslutíma á Vestmannaeyjaflugvelli um verslunarmannahelgi er úthlutað til þess að koma í veg fyrir að hættuástand skapist vegna of mikils álags. „Bæði er það til þess að tryggja að ekki séu of margar flugvélar í einu í loftrýminu og vegna þess að stæði á flugvellinum eru takmörkuð.“ Guðni segir að miðað við greiningu á umferðinni ættu flugmenn og flugfarþegar að komast leiðar sinnar. „En mögulega gætu þeir þurft að hliðra tímum til þess að dreifa álaginu á flugvöllinn betur,“ segir Guðni. Guðni bætir við að algengt sé að afgreiðslutímum sé úthlutað á álagstímum á flugvöllum. „Þetta á til dæmis við um Keflavíkurflugvöll en þar er afgreiðslutímum úthlutað á helstu álagstímum sólarhringsins,“ segir Guðni.
Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira