Merkel segir nýja samninginn síðasta séns Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. júlí 2015 07:00 Angela Merkel tekur niðurstöðum gærdagsins eflaust fagnandi eftir strembna viku. vísir/epa Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð. Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þýska þingið samþykkti í gær að hefja formlegar viðræður um nýjan neyðaraðstoðarsamning fyrir Grikkland. Fyrr í vikunni samþykktu leiðtogar ríkja evrusvæðisins drög að nýjum samningi fyrir Grikki. Tillagan var samþykkt á þýska þinginu með gífurlegum meirihluta. Alls voru 439 þingmenn með, 119 á móti og 40 sátu hjá. Fyrir atkvæðagreiðsluna varaði Þýskalandskanslari, Angela Merkel, þingmenn við glundroða ef þingið stæði ekki á bak við samninginn. Hún sagði samninginn erfiðan fyrir alla sem eiga hlut að máli en að hann væri síðasti séns til að leysa fjármálakreppu Grikklands. Fyrr í gærdag samþykkti austurríska þingið einnig að hefja formlegar viðræður. Samningurinn sem um ræðir gengur út á að veita Grikkjum rúmlega áttatíu milljarða evra lán gegn því að Grikkir skeri niður í ríkisrekstri og hækki skatta. Samningurinn hefur vakið miklar deilur. Hann gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem hafnaði sambærilegum niðurskurðarkröfum í þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi mánaðar. Þar að auki hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þvertekið fyrir þátttöku í nokkurs konar neyðaraðstoð nema hún feli í sér niðurfellingu á hluta skulda Grikklands. Angela Merkel, auk annarra þjóðhöfðingja ríkja evrusvæðisins, hefur hins vegar neitað öllum slíkum hugmyndum. Mikið hefur mætt á Merkel í vikunni. Á mánudaginn sagðist hún andvíg hjónaböndum samkynja para en þó fylgjandi staðfestri sambúð. Í fyrradag grætti hún svo palestínska flóttastúlku þegar hún sagðist ekki geta komið í veg fyrir að fjölskyldu hennar yrði vísað úr landi. Stúlkan hafði áður glaðbeitt sagst vilja búa áfram í Þýskalandi með fjölskyldu sinni eins og undanfarin fjögur ár og vilja þar fara í háskóla en sagðist ekki getað verið viss um hvað framtíð hennar bæri í skauti sér þar sem áframhaldandi vist fjölskyldunnar í Þýskalandi fengist ekki tryggð.
Grikkland Tengdar fréttir Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og aðhaldsaðgerðir sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 17. júlí 2015 07:00