Lunga nær hámarki um helgina Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2015 08:00 Lunga er haldin hátíðlega á Seyðisfirði Mynd/Magnús Elvar Jónsson Lunga á Seyðisfirði hefur verið í gangi alla vikuna og verður hápunkturinn um helgina. Listahátíðin heldur upp á 15 ára afmælið og er dagskráin glæsileg í tilefni þess. Seinustu vikuna hafa verið smiðjur í gangi þar sem nemendur og leiðbeinendur koma saman og læra af hver öðrum. Alls eru 120 þátttakendur sem fá að taka þátt í smiðjunum og er hægt að skrá sig meðal annars í danssmiðju, gjörningasmiðju og bréfaskriftasmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Björk Sigfinnsdóttir er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar og hefur verið frá upphafi. Hún býr á Seyðisfirði og er skólastjóri Lunga-skólans. „Þó svo að það eru aðeins 120 pláss laus í smiðjurnar þá eru allt að 2.000 manns hérna alla vikuna og taka þátt í dagskránni. Hápunkturinn verður auðvitað um helgina en þá verða tónleikar og uppskeruhátíð þar sem afraksturinn í öllum smiðjunum verður sýndur.“ Búist er við að fólk streymi að frá öllum landshlutum til Seyðisfjarðar um helgina til þess að taka þátt í lokadögunum. Margir koma frá Reykjavík en enn þá fleiri koma frá öðrum landshlutum, sérstaklega frá Akureyri. Í ár eru krakkar í heimsókn á hátíðinni frá Danmörku, Noregi og Englandi, sem taka saman þátt í verkefni sem kallast samkennd. Það er áherslan lögð á það að kafa dýpra í þýðingu hugtaksins og læra hvaða hlutverk hver og einn spilar í samfélaginu. LungA Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Lunga á Seyðisfirði hefur verið í gangi alla vikuna og verður hápunkturinn um helgina. Listahátíðin heldur upp á 15 ára afmælið og er dagskráin glæsileg í tilefni þess. Seinustu vikuna hafa verið smiðjur í gangi þar sem nemendur og leiðbeinendur koma saman og læra af hver öðrum. Alls eru 120 þátttakendur sem fá að taka þátt í smiðjunum og er hægt að skrá sig meðal annars í danssmiðju, gjörningasmiðju og bréfaskriftasmiðju svo fátt eitt sé nefnt. Björk Sigfinnsdóttir er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar og hefur verið frá upphafi. Hún býr á Seyðisfirði og er skólastjóri Lunga-skólans. „Þó svo að það eru aðeins 120 pláss laus í smiðjurnar þá eru allt að 2.000 manns hérna alla vikuna og taka þátt í dagskránni. Hápunkturinn verður auðvitað um helgina en þá verða tónleikar og uppskeruhátíð þar sem afraksturinn í öllum smiðjunum verður sýndur.“ Búist er við að fólk streymi að frá öllum landshlutum til Seyðisfjarðar um helgina til þess að taka þátt í lokadögunum. Margir koma frá Reykjavík en enn þá fleiri koma frá öðrum landshlutum, sérstaklega frá Akureyri. Í ár eru krakkar í heimsókn á hátíðinni frá Danmörku, Noregi og Englandi, sem taka saman þátt í verkefni sem kallast samkennd. Það er áherslan lögð á það að kafa dýpra í þýðingu hugtaksins og læra hvaða hlutverk hver og einn spilar í samfélaginu.
LungA Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira