Feitir borga ekki meira fyrir flugsæti hjá íslenskum flugfélögum Snærós Sindradóttir skrifar 17. júlí 2015 07:00 Fáum þykir þægilegt að ferðast lengi í flugvél. Sérstaklega ekki fólk sem er stórt á alla kanta. vísir/Vilhelm Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“ Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Íslenskir flugfarþegar, sem af einhverjum ástæðum komast ekki fyrir í einu flugsæti, þurfa ekki að búast við því að vera gert að borga fyrir annað sæti við innritun. Í Bandaríkjunum hefur lengi verið uppi umræða um hvað er sanngjarnt í þessum efnum. Fréttablaðið hafði samband við WOW air, Icelandair og Flugfélag Íslands og leitaði svara við því hvernig brugðist væri við fólki sem ekki væri sniðið í flugvélasæti. „Þetta kemur stundum til tals. Þegar þetta gerist er reynt að finna viðkomandi sæti þar sem er laust við hliðina. Þegar vélin er alveg sneisafull þá er fólk sett í gangsæti,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair.Sigrún DaníelsdóttirHann bendir þó á að fleiri en feitt fólk taki mikið pláss í flugvélum. „Ég sá mynd sem var mjög sláandi. Þá voru kraftlyftingagaurar að fara út og þeir sátu sitthvorum megin við ganginn. Það var varla hægt að skjóta sér á milli þeirra þar sem þeir nánast snertust.“ Hann segir að þó flugfélagið skikki engan til að borga fyrir tvö sæti séu dæmi þess að fólk velji sjálft að borga fyrir meira pláss. „Ef það er einhver sem veit sjálfur að hann kemst ekki á milli, þá er búið að láta vita og jafnvel kaupa hliðarsæti.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tekur í sama streng og Guðjón. „Við leysum málin með framlengingu á belti. Hingað til hefur þetta alltaf verið leyst farsællega um borð.“ Aðspurð hvort farþegar flugfélagsins hafi verið beðnir um að borga fyrir annað sæti við innritun segir hún að það hafi ekki verið gert hingað til.Guðjón ArngrímssonÞað sama er uppi á teningnum hjá Flugfélagi Íslands. Reynt er að koma því þannig fyrir að fólk sem þarf tvö sæti fái tvö sæti. Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur er í forsvari fyrir Samtök um líkamsvirðingu. Henni þykir óeðlilegt ef farþegum er gert að borga fyrir tvö sæti. „Alveg eins og við framleiðum skó í mismunandi stærðum þurfum við að gera okkur grein fyrir því að fólk kemur í mismunandi stærðum.“ Hún bendir á að þrátt fyrir að mannkynið hafi breikkað og hækkað hafi flugsæti minnkað í sparnaðarskyni. „Mér finnst mjög eðlilegt að flugfélögin endurskoði þetta þannig að flugvélarnar séu betur í stakk búnar til að mæta farþegum af ólíkum stærðum.“
Fréttir af flugi Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira