Mygluostur eða myglaður ostur Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. júlí 2015 12:00 Tíminn. Hann bætir, þroskar, sætir. Góður ostur verður betri. Rauðvín öðlast dýpt. Maðurinn visku. Reynsla er af hinu góða. Það vita allir (nema kannski stjórnendur RÚV sem missa nú frá sér reynslubolta eins og klaufalegir smákrakkar í boltaleik). En tíminn er líka skaðræðisskepna. Hann skemmir, spillir og eyðileggur. Matur rotnar. Andlit hrukkast. Hlutir morkna. Hvor hlið peningsins snýr upp er þó stundum erfitt að segja til um. Hvort gangur tímans feli í sér framför eða fall er ekki alltaf ljóst. Hvenær hættir ostur að vera mygluostur og verður einfaldlega myglaður ostur?Fimmta boxið Margir eru mjög reiðir út í hinn svokallaða fjórflokk. Finna honum allt til foráttu og kenna honum um allt sem miður fer. Ég hef aldrei misst mikinn svefn yfir fjórflokkakerfinu. Er fjórflokkurinn ekki aðeins fólkið í þessum flokkum? Ekkert meira, ekkert minna. Stundum velti ég fyrir mér hvort kraftar þess dugmikla fólks sem stofnar nýja stjórnmálaflokka væru ekki betur nýttir í að komast til áhrifa innan eins fjórflokkanna. Það þarf ekki alltaf að taka kúluna á húsið og byggja nýtt. Stundum má gera upp það gamla. Að sama skapi hef ég engar sérstakar taugar til fjórflokksins. Ef eitthvað betra byðist í kosningum myndi ég ekki hika við að haka í fimmta boxið. Nú, í fyrsta sinn á mínum kosningaferli, íhuga ég að sniðganga fjórflokkinn í Alþingiskosningum. Taka áhættu og kjósa eitthvað sem í svipinn virðist nýtt, ferskt og djarft. Það er hins vegar ein fyrirstaða í veginum.Óánægjufylgi – eða hvað? Nú þegar kjörtímabilið er hálfnað og tvö ár eru til kosninga mælist fjórflokkurinn með sögulega lítið fylgi. Samkvæmt nýjustu könnun MMR er fylgi hans 56% en það var kringum 90% lengi vel. Ekkert lát virðist ætla að vera á góðu gengi Pírata í skoðanakönnunum. Þeir mælast stærsti flokkur landsins með 33,2% fylgi. Á þingi sitja þrír Píratar. Jón Þór Ólafsson lét af þingmennsku á dögunum eftir að hafa setið á Alþingi í tvö ár fyrir flokkinn. Í stað hans kemur inn varamaður. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson ætli ekki að gefa kost á sér til þings í næstu kosningum. Þriðji Píratinn, Birgitta Jónsdóttir, er þeirrar skoðunar að engum sé hollt að sitja lengur samfellt á Alþingi en tvö kjörtímabil. Hyggst hún því líka hætta. Ekkert þeirra þriggja verður því á framboðslistum Pírata til næstu þingkosninga. Stjórnmálafræðingar og aðrir spekúlantar keppast við að koma með skýringar á góðu gengi Pírata í skoðanakönnunum. Sú vinsælasta virðist vera óánægjufylgi. Fólk er óánægt með ríkisstjórnina, stjórnarandstöðuna og fjórflokkinn almennt. Það segist ætla að kjósa Pírata af pirringi. En það getur ekki verið sagan öll. Gott gengi Pírata hlýtur líka að hafa eitthvað með Pírata að gera. Fólk hlýtur að vera nokkuð ánægt með framgöngu Jóns Þórs, Helga Hrafns og Birgittu. Af hverju segðist það annars ætla að kjósa flokkinn? En þar liggur einmitt vandi Pírata.Ben Affleck og Jennifer Lawrence Sem hugsanlegur kjósandi Pírata hika ég. Ég taldi mig vera að kaupa mér bíómiða inn á stórmynd með Ben Affleck, Christian Bale og Jennifer Lawrence í aðalhlutverki. Þegar ég geng inn í salinn kemur í ljós að stjörnurnar gáfust upp á myndinni. Ég er föst inni í bíósal í tvo tíma að horfa á einhverja B-myndaleikara sem ég hef aldrei heyrt um. Það er vafalaust mikið af góðu fólki sem starfar bak við tjöldin innan stjórnmálaflokks Pírata. Fullt af frambærilegum einstaklingum sem eiga framtíðina fyrir sér í pólitík. Það er hins vegar ástæða fyrir því að nöfn stórleikara blasa við stórum stöfum á auglýsingaplakötum Hollywood-mynda. Enginn fer í bíó af því að ónefndi aukaleikarinn sem ferst í bílaeltingarleik á fimmtu mínútu er svo helvíti góður. Sorrí. En þannig er það bara.Elsku bestu Píratar Stundum er tíminn afl til framfara, stundum til eyðileggingar. Ég skil hugmyndir Pírata um að ekki sé æskilegt að fólk hangi of lengi inni á þingi. Völd eru ekki eins og rauðvín. Þau batna ekki með tíma. Dæmið er einfalt: Völd + Tími = Spilling. Píratar eru hins vegar ekki við völd. Þeim er óhætt að staldra aðeins lengur við. Það má ekki vanmeta virði reynslunnar. Það er skömm að sú kunnátta sem þingmenn Pírata hafa orðið sér úti um undanfarin ár týnist er þeir hverfa á braut. Stjórnmálamenn eiga til að ofmeta eigið mikilvægi. Þeim hættir til þaulsetu. En þingmenn Pírata virðast vanmeta eigin þátt í því mikla fylgi sem mælist í skoðanakönnunum og hyggja á algjörlega ótímabært brotthvarf. Ég vil því biðla til þeirra Helga Hrafns og Birgittu: Elsku bestu Píratar. Ég veit að þingmennska er vanþakklátt starf en plís, nennið þið að gefa kost á ykkur einu sinni enn. Í skiptum fyrir fórn ykkar skal ég hugleiða í fúlustu alvöru að bjóða ykkur eitt atkvæði. Live long and prosper. Takk og bless. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Tíminn. Hann bætir, þroskar, sætir. Góður ostur verður betri. Rauðvín öðlast dýpt. Maðurinn visku. Reynsla er af hinu góða. Það vita allir (nema kannski stjórnendur RÚV sem missa nú frá sér reynslubolta eins og klaufalegir smákrakkar í boltaleik). En tíminn er líka skaðræðisskepna. Hann skemmir, spillir og eyðileggur. Matur rotnar. Andlit hrukkast. Hlutir morkna. Hvor hlið peningsins snýr upp er þó stundum erfitt að segja til um. Hvort gangur tímans feli í sér framför eða fall er ekki alltaf ljóst. Hvenær hættir ostur að vera mygluostur og verður einfaldlega myglaður ostur?Fimmta boxið Margir eru mjög reiðir út í hinn svokallaða fjórflokk. Finna honum allt til foráttu og kenna honum um allt sem miður fer. Ég hef aldrei misst mikinn svefn yfir fjórflokkakerfinu. Er fjórflokkurinn ekki aðeins fólkið í þessum flokkum? Ekkert meira, ekkert minna. Stundum velti ég fyrir mér hvort kraftar þess dugmikla fólks sem stofnar nýja stjórnmálaflokka væru ekki betur nýttir í að komast til áhrifa innan eins fjórflokkanna. Það þarf ekki alltaf að taka kúluna á húsið og byggja nýtt. Stundum má gera upp það gamla. Að sama skapi hef ég engar sérstakar taugar til fjórflokksins. Ef eitthvað betra byðist í kosningum myndi ég ekki hika við að haka í fimmta boxið. Nú, í fyrsta sinn á mínum kosningaferli, íhuga ég að sniðganga fjórflokkinn í Alþingiskosningum. Taka áhættu og kjósa eitthvað sem í svipinn virðist nýtt, ferskt og djarft. Það er hins vegar ein fyrirstaða í veginum.Óánægjufylgi – eða hvað? Nú þegar kjörtímabilið er hálfnað og tvö ár eru til kosninga mælist fjórflokkurinn með sögulega lítið fylgi. Samkvæmt nýjustu könnun MMR er fylgi hans 56% en það var kringum 90% lengi vel. Ekkert lát virðist ætla að vera á góðu gengi Pírata í skoðanakönnunum. Þeir mælast stærsti flokkur landsins með 33,2% fylgi. Á þingi sitja þrír Píratar. Jón Þór Ólafsson lét af þingmennsku á dögunum eftir að hafa setið á Alþingi í tvö ár fyrir flokkinn. Í stað hans kemur inn varamaður. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson ætli ekki að gefa kost á sér til þings í næstu kosningum. Þriðji Píratinn, Birgitta Jónsdóttir, er þeirrar skoðunar að engum sé hollt að sitja lengur samfellt á Alþingi en tvö kjörtímabil. Hyggst hún því líka hætta. Ekkert þeirra þriggja verður því á framboðslistum Pírata til næstu þingkosninga. Stjórnmálafræðingar og aðrir spekúlantar keppast við að koma með skýringar á góðu gengi Pírata í skoðanakönnunum. Sú vinsælasta virðist vera óánægjufylgi. Fólk er óánægt með ríkisstjórnina, stjórnarandstöðuna og fjórflokkinn almennt. Það segist ætla að kjósa Pírata af pirringi. En það getur ekki verið sagan öll. Gott gengi Pírata hlýtur líka að hafa eitthvað með Pírata að gera. Fólk hlýtur að vera nokkuð ánægt með framgöngu Jóns Þórs, Helga Hrafns og Birgittu. Af hverju segðist það annars ætla að kjósa flokkinn? En þar liggur einmitt vandi Pírata.Ben Affleck og Jennifer Lawrence Sem hugsanlegur kjósandi Pírata hika ég. Ég taldi mig vera að kaupa mér bíómiða inn á stórmynd með Ben Affleck, Christian Bale og Jennifer Lawrence í aðalhlutverki. Þegar ég geng inn í salinn kemur í ljós að stjörnurnar gáfust upp á myndinni. Ég er föst inni í bíósal í tvo tíma að horfa á einhverja B-myndaleikara sem ég hef aldrei heyrt um. Það er vafalaust mikið af góðu fólki sem starfar bak við tjöldin innan stjórnmálaflokks Pírata. Fullt af frambærilegum einstaklingum sem eiga framtíðina fyrir sér í pólitík. Það er hins vegar ástæða fyrir því að nöfn stórleikara blasa við stórum stöfum á auglýsingaplakötum Hollywood-mynda. Enginn fer í bíó af því að ónefndi aukaleikarinn sem ferst í bílaeltingarleik á fimmtu mínútu er svo helvíti góður. Sorrí. En þannig er það bara.Elsku bestu Píratar Stundum er tíminn afl til framfara, stundum til eyðileggingar. Ég skil hugmyndir Pírata um að ekki sé æskilegt að fólk hangi of lengi inni á þingi. Völd eru ekki eins og rauðvín. Þau batna ekki með tíma. Dæmið er einfalt: Völd + Tími = Spilling. Píratar eru hins vegar ekki við völd. Þeim er óhætt að staldra aðeins lengur við. Það má ekki vanmeta virði reynslunnar. Það er skömm að sú kunnátta sem þingmenn Pírata hafa orðið sér úti um undanfarin ár týnist er þeir hverfa á braut. Stjórnmálamenn eiga til að ofmeta eigið mikilvægi. Þeim hættir til þaulsetu. En þingmenn Pírata virðast vanmeta eigin þátt í því mikla fylgi sem mælist í skoðanakönnunum og hyggja á algjörlega ótímabært brotthvarf. Ég vil því biðla til þeirra Helga Hrafns og Birgittu: Elsku bestu Píratar. Ég veit að þingmennska er vanþakklátt starf en plís, nennið þið að gefa kost á ykkur einu sinni enn. Í skiptum fyrir fórn ykkar skal ég hugleiða í fúlustu alvöru að bjóða ykkur eitt atkvæði. Live long and prosper. Takk og bless.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun