Seðlabankastjóri varar við afskiptum pólitíkusa jón hákon halldórsson skrifar 16. júlí 2015 07:00 Janet Yellen birti þingnefnd skýrslu sína í gær. Hún varar við afskiptum stjórnmálamanna af seðlabankanum. Nordicphotos/afp Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Janet L. Yellen, aðalbankastjóri seðlabanka Bandaríkjanna, varaði þingmenn við tillögum þess efnis að auka afskipti stjórnmálamanna af seðlabankanum. Slíkt myndi valda öllu hagkerfinu skaða. Yellen ræddi þetta í skýrslu sem hún skrifaði fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Á vef The New York Times segir að þessi yfirlýsing Yellen sé til þess fallin að auka á spennu í samskiptum löggjafans og seðlabankans. „Hversu góður hugur sem kann að vera að baki áformum um að auka gagnsæi, þá mega þær alls ekki koma í veg fyrir að bankinn geti mótað stefnu í þágu bandarískra fjölskyldna og fyrirtækja,“ sagði Yellen í skýrslunni. Yellen sagði að peningastefna seðlabankans hefði ekkert breyst á undanförnum vikum. Bankinn vænti þess enn að stýrivextir verði hækkaðir síðar á árinu, að því gefnu að hagvöxtur verði í takt við væntingar. „Þegar horft er til framtíðar þá er útlit fyrir jákvæða þróun á atvinnumarkaðnum og i efnahagslífinu í víðara samhengi,“ sagði Yellen við þingnefndina. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að seðlabankinn eigi að bíða til næsta árs með að hækka vexti. Nokkrir úr bankastjórn seðlabankans eru sammála. Yellen sagði hins vegar í gær að stefna meirihluta bankastjórnarinnar hefði ekki breyst. Og hún gaf til kynna að útlit í efnahagsmálum væri betra en búist var við. Olíuverð lágt, vextir lágir, fleira starfsfólk ráðið í störf. Þá nytu Bandaríkin góðs af afleiddum áhrifum af aðgerðum sem ráðist hefur verið í í öðrum ríkjum til að örva hagvöxt.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira