Fegurðin og klámið Frosti Logason skrifar 16. júlí 2015 09:00 Afrek Gunnars Nelson í blönduðum bardagalistum vekja misjafnar tilfinningar í brjóstum okkar. Sjálfur tilheyri ég þeim hópi sem er einfaldlega að rifna úr stolti. Ég er enn að jafna mig eftir glæsilega framgöngu hans í magnaðri keppni síðastliðna helgi. Þegar ég hugsa um Gunnar verður mér ósjálfrátt hugsað til Brennu-Njáls sögu. Þar er að finna þessa fallegu mannlýsingu. Gunnar var mikill maður vexti, sterkur og allra manna best vígur. Hann hljóp meir en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa og hefir svo verið sagt að engi væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Þarna er minn maður holdi klæddur. Stolt okkar Íslendinga í tæp þúsund ár og nú er hann snúinn aftur í MMA. En ekki eru þó allir jafn hrifnir. Ríkiskirkjuprestur greindi frá því að hann hefði ásamt syni sínum komist að þeirri niðurstöðu að líklega verki íþróttin á sömu heilastöðvar og hefðbundið klám. Hann segir klámið og UFC-menninguna vera andstæða hagsmunum kvenna og barna. Sem mótvægi við þessi slæmu áhrif nefnir presturinn svo til sögunnar séra Friðrik nokkurn barnavin. Prestar hafa jú löngum sótt stíft í að starfa með börnum. Friðrik vann sér það helst til frægðar að stofna félög þar sem drengir hlupu um á stuttbuxum. Stóð hann þá á hliðarlínunni og lagði áherslu á að kappið bæri fegurðina ekki ofurliði. Drengir séra Friðriks skyldu verða góðir drengir og hermenn Guðs. Þetta er auðvitað ósköp fallegt. Ég held hins vegar að MMA og UFC eigi miklu meira erindi við okkar yngstu drengi í dag heldur en KFUM og KFUK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun
Afrek Gunnars Nelson í blönduðum bardagalistum vekja misjafnar tilfinningar í brjóstum okkar. Sjálfur tilheyri ég þeim hópi sem er einfaldlega að rifna úr stolti. Ég er enn að jafna mig eftir glæsilega framgöngu hans í magnaðri keppni síðastliðna helgi. Þegar ég hugsa um Gunnar verður mér ósjálfrátt hugsað til Brennu-Njáls sögu. Þar er að finna þessa fallegu mannlýsingu. Gunnar var mikill maður vexti, sterkur og allra manna best vígur. Hann hljóp meir en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa og hefir svo verið sagt að engi væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Þarna er minn maður holdi klæddur. Stolt okkar Íslendinga í tæp þúsund ár og nú er hann snúinn aftur í MMA. En ekki eru þó allir jafn hrifnir. Ríkiskirkjuprestur greindi frá því að hann hefði ásamt syni sínum komist að þeirri niðurstöðu að líklega verki íþróttin á sömu heilastöðvar og hefðbundið klám. Hann segir klámið og UFC-menninguna vera andstæða hagsmunum kvenna og barna. Sem mótvægi við þessi slæmu áhrif nefnir presturinn svo til sögunnar séra Friðrik nokkurn barnavin. Prestar hafa jú löngum sótt stíft í að starfa með börnum. Friðrik vann sér það helst til frægðar að stofna félög þar sem drengir hlupu um á stuttbuxum. Stóð hann þá á hliðarlínunni og lagði áherslu á að kappið bæri fegurðina ekki ofurliði. Drengir séra Friðriks skyldu verða góðir drengir og hermenn Guðs. Þetta er auðvitað ósköp fallegt. Ég held hins vegar að MMA og UFC eigi miklu meira erindi við okkar yngstu drengi í dag heldur en KFUM og KFUK.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun