Ágangur sjávar ógnar landnámsminjum Stefán Rafn Sveinbjörnsson skrifar 13. júlí 2015 06:00 Sjávarrof hefur eyðilagt minjar við Sæból, sem getið er í Landnámu. Mynd/Ingrid Kuhlman Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“ Fornminjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Eyþór Eðvarðsson „Ástandið er slæmt, það verður bara að segjast eins og er,“ segir Eyþór Eðvarðsson, formaður Fornminjafélags Súgandafjarðar. Mikið sjávarrof á sér stað víðs vegar um landið þar sem gamlar fornminjar er að finna. Margar þessara fornminja eru frá landnámsöld og hafa lítið verið rannsakaðar. Á Gufuskálum á Snæfellsnesi hafa merkilegar fornminjar eyðilagst í sjávarrofi en björgunaruppgröftur hefur átt sér stað á svæðinu undanfarin ár. „Svo eru mikil verðmæti til dæmis í moldinni þarna,“ segir Eyþór. „Hún er mikilvægur partur af þessu. Til dæmis á Gufuskálum erum við með átta metra háan jarðvistarhaug. Sem er bara einstakt. Það er þar sem menn eru að finna skartgripi frá fólki á landnámsöld. Þessar minjar eru nú í hættu,“ segir hann. „Maður er að koma á staði eins og Sæból í Önundarfirði sem er nefnt í Landnámu, einn af þessum stóru stöðum, og þar er rofið orðið það mikið að það eru eitt til þrjú tonn af torfum fallin niður og maður horfir inn í rofsárið og sér bein, steinahleðslur og mannvistarleifar sem eru ábyggilega þúsund ára gamlar.“ Hann segir að leita þurfi allra leiða til að varðveita minjarnar. Fólk hafi áhuga á málefninu en átti sig kannski ekki á því hve mikil hætta steðjar að minjunum. „Það sem þarf að gera er ná böndum utan um þetta, við vitum hreinlega ekki hvað eru margar svona minjar við Ísland. Þetta er meira og minna órannsakað. Það sem Skotar hafa til dæmis gert er að hugsa aðeins út fyrir kassann en þeir eru byrjaðir að færa minjar sem eru við sjávarsíðuna og eru búnir að koma upp vaktkerfi í kringum landið sem í er bara áhugafólk. Ef þetta væri á Íslandi gæti til dæmis hver fjörður passað upp á sínar minjar,“ segir Eyþór. Hann segir að þó að áhugafólk geti gert mikið til að passa upp á fornminjar þurfi að verja meira fjármagni til varðveislu þeirra. „Það bara vantar peninga. Það eru um 30 milljónir sem ríkið ver til fornleifarannsókna á ári, sem er allt of lítið.“
Fornminjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira