Ábyrgð skilar árangri Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 13. júlí 2015 08:00 Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Að baki er ein snúnasta kjarasamningalota sem aðilar vinnumarkaðarins hafa átt aðild að. Verkefnið var ekki einfalt enda kröfugerð launþegahreyfingarinnar hærri en okkur óraði fyrir. Á sama tíma var ljóst að svigrúm til mikilla launahækkana var takmarkað. Þessa gjá þurfti með einhverjum hætti að brúa. Eftir því sem leið á samningsferlið var ljóst að atvinnurekendur vildu reyna til þrautar að komast hjá vinnustöðvunum sem hefðu getað valdið óbætanlegum skaða. Það tókst sem betur fer en var dýru verði keypt. Ljóst er að samningarnir koma mjög misjafnlega niður á fyrirtækjum eftir því hvers konar starfsemi fer þar fram. Inni í samningum er varnagli frá hendi launþega um að ef verðlag hækkar umfram laun komi til endurskoðunar á kjarasamningum í febrúar ár hvert. Þarna liggur ábyrgð okkar atvinnurekenda. Við megum ekki láta það henda að forsendur samninga bresti. Nú þegar hafa allmörg fyrirtæki tilkynnt um hækkanir og í ýmsum tilvikum má færa ágæt rök fyrir þeim. Því er hins vegar ekki að leyna að sumar hækkanir komu jafnvel fram áður en blekið á samningum var þornað. Komi til endurskoðunar á kjarasamningum er hætta á að við festumst í vítahring verðlags- og launahækkana sem engu skilar nema hærri vöxtum, veikara gengi og skertum lífskjörum. Inn á þá braut viljum við ekki feta á ný. Við verðum að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er deginum ljósara að það er vandasamt verkefni að búa svo um hnútana að hækkanir kjarasamninga renni ekki allar út í verðlag en það er á ábyrgð okkar atvinnurekenda að sjá til þess að svo verði ekki. Samningarnir eru dýrir í byrjun og því er mikilvægt að við dreifum þessum kostnaðarauka yfir allt tímabil samningsins. Beri okkur gæfa til að leysa það farsællega munum við vonandi öll geta litið til baka með stolti til vorsins 2015 og sagt að tekist hafi að tryggja efnahagslegan stöðugleika og kaupmátt launafólks. Ábyrgð skilar árangri.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar