Trump nýtur mests fylgis repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2015 07:00 Donald Trump nýtur mikils fylgis þrátt fyrir skiptar skoðanir landsmanna á honum. nordicphotos/afp Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira
Auðkýfingurinn Donald Trump er með mest fylgi þeirra sem sækjast eftir útnefningu flokks repúblikana til forsetaframboðs í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri könnun The Economist og YouGov. Trump nýtur stuðnings um fimmtán prósenta þeirra sem hyggjast kjósa í forsetakosningunum. Á hæla honum koma Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Flórída, og Rand Paul, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, með ellefu prósent hvor. Jeb Bush þykir hins vegar líklegasti sigurvegarinn. 29 prósent telja hann sigurstranglegastan. Einungis sjö prósent telja Trump sigurstranglegastan, innan við helmingur hugsanlegra kjósenda hans. Fylgi Trumps kemur í kjölfar harðra ummæla hans um ólöglega innflytjendur en hann sagði í ræðu þar sem hann tilkynnti um framboð sitt að margir þeirra Mexíkóa sem flyttu ólöglega til Bandaríkjanna væru glæpamenn og kynferðisbrotamenn. Trump sagði í viðtali við CNN í gær að ef hann yrði forseti myndi hann varpa sprengjum á olíusvæði undir stjórn Íslamska ríkisins í Írak. Rick Francona, fyrrverandi hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði áform Trumps skaðleg fyrir Írak til lengri tíma. Í framtíðinni, eftir að Íslamska ríkinu hefði verið bolað burt, myndu olíusvæðin vera nauðsynleg fyrir uppbyggingu Íraks. Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, leiðir listann hjá demókrötum. Hún nýtur stuðnings 55 prósenta hugsanlegra kjósenda. Fylgi hennar hefur þó dalað á síðustu vikum þar sem Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, hefur klifrað upp í 24 prósenta fylgi.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Sjá meira