Grikkir stóðu við stóru orðin og skiluðu tillögum sínum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2015 07:00 Ellilífeyrisþegi þurfti aðstoð starfsmanna við að komast í gegnum mannþröngina inn í banka í Aþenu í gær. Fréttablaðið/EPa Gríska ríkisstjórnin skilaði tillögum sínum um breytingar á ríkisrekstri til Evrópusambandsins í gær eins og lofað var í fyrradag. Tillögurnar eru forsenda þess að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð geti hafist en lokafrestur til að skila þeim var á miðnætti í nótt. Síðasti samningur um neyðaraðstoð rann út í síðasta mánuði. Ef af nýjum samningi verður yrði hann sá þriðji í röðinni. Grískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að franskir hagfræðingar hefðu hjálpað Grikkjum við gerð tillagnanna. Tillögurnar sem Grikkir settu fram miða að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri. Syriza, flokkur Alexis Tsipras sem fer með ríkisstjórn landsins, vann stórsigur í grísku þingkosningunum í janúar. Helsta stefnumál flokksins var að gríska ríkið ætti ekki að beita niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar. Miðað við tillögurnar er ljóst að það gengur ekki eftir. Grikkir sendu formlega beiðni um neyðaraðstoð til Evrópska stöðugleikakerfisins, neyðarlánastofnunar Evrópusambandsins, á miðvikudag. Fjármálaráðherrar ríkja evrusvæðisins funda um tillögurnar á laugardag og leiðtogar ríkja Evrópusambandsins fara yfir þær á sunnudag í Brussel. „Raunsærri tillögu Grikkja verður að fylgja jafn raunsæ tillaga lánardrottnanna sem snýr að því að gera skuldir Grikkja bærilegar,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Umdeilt er hvort rétt væri að fella niður hluta skulda Grikkja til að gera hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu sjálfbært. Hlutfallið er nú um 180 prósent en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) miðar við að 110 prósenta hlutfall teljist sjálfbært. Í gögnum frá sjóðnum sem láku segir að Grikkir muni ekki enn hafa náð því marki árið 2030 ef ekki verði af niðurfellingum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær að þær kæmu ekki til greina. Ákveðið var í gær að bankar í Grikklandi yrðu lokaðir fram á mánudag og hver maður mætti einungis taka sextíu evrur út úr hraðbönkum á dag. Áformað hafði verið að opna banka aftur í gær. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu, við Þorbjörn Þórðarson fréttamann sem er í Aþenu.Verður að lækka skuldir Grikklands „Ef evran og evrópskt efnahagslíf lendir í krísu, þá hefði það líka slæm áhrif á íslenskan efnahag,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem staddur er í Brussel, í samtali við Þorfinn Ómarsson, fréttamann Stöðvar 2. Sigmundur segir slæma stöðu Grikklands sýna hve mikilvægt það er að Íslendingar hafi stjórn á sínum eigin efnahagsmálum. „Evrópusambandið og helstu kröfuhafar verða að færa niður hluta af skuldum Grikklands. Skuldastaðan er það slæm að hún er ekki sjálfbær. Það er nú þegar búið að skera meira niður í opinberri og félagslegri þjónustu en góðu hófi gegnir, það er ekki hægt að ganga lengra. Það verður að lækka skuldirnar til að Grikkland geti dafnað á ný.“ Grikkland Tengdar fréttir Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 „Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Gríska ríkisstjórnin skilaði tillögum sínum um breytingar á ríkisrekstri til Evrópusambandsins í gær eins og lofað var í fyrradag. Tillögurnar eru forsenda þess að viðræður um nýjan samning um neyðaraðstoð geti hafist en lokafrestur til að skila þeim var á miðnætti í nótt. Síðasti samningur um neyðaraðstoð rann út í síðasta mánuði. Ef af nýjum samningi verður yrði hann sá þriðji í röðinni. Grískir fjölmiðlar greindu frá því í gær að franskir hagfræðingar hefðu hjálpað Grikkjum við gerð tillagnanna. Tillögurnar sem Grikkir settu fram miða að því að hækka skatta, lækka bætur og skera niður í ríkisrekstri. Syriza, flokkur Alexis Tsipras sem fer með ríkisstjórn landsins, vann stórsigur í grísku þingkosningunum í janúar. Helsta stefnumál flokksins var að gríska ríkið ætti ekki að beita niðurskurði til að vinna sig út úr efnahagskreppu landsins heldur reyna að vaxa út úr henni án niðurskurðar. Miðað við tillögurnar er ljóst að það gengur ekki eftir. Grikkir sendu formlega beiðni um neyðaraðstoð til Evrópska stöðugleikakerfisins, neyðarlánastofnunar Evrópusambandsins, á miðvikudag. Fjármálaráðherrar ríkja evrusvæðisins funda um tillögurnar á laugardag og leiðtogar ríkja Evrópusambandsins fara yfir þær á sunnudag í Brussel. „Raunsærri tillögu Grikkja verður að fylgja jafn raunsæ tillaga lánardrottnanna sem snýr að því að gera skuldir Grikkja bærilegar,“ sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins. Umdeilt er hvort rétt væri að fella niður hluta skulda Grikkja til að gera hlutfall skulda af vergri landsframleiðslu sjálfbært. Hlutfallið er nú um 180 prósent en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) miðar við að 110 prósenta hlutfall teljist sjálfbært. Í gögnum frá sjóðnum sem láku segir að Grikkir muni ekki enn hafa náð því marki árið 2030 ef ekki verði af niðurfellingum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ítrekaði í gær að þær kæmu ekki til greina. Ákveðið var í gær að bankar í Grikklandi yrðu lokaðir fram á mánudag og hver maður mætti einungis taka sextíu evrur út úr hraðbönkum á dag. Áformað hafði verið að opna banka aftur í gær. „Ég kýs skjótan dauðdaga frekan en þennan hægfara dauða,“ segir Panagiotis Mellos, slátrari og kjötinnflytjandi í Aþenu, við Þorbjörn Þórðarson fréttamann sem er í Aþenu.Verður að lækka skuldir Grikklands „Ef evran og evrópskt efnahagslíf lendir í krísu, þá hefði það líka slæm áhrif á íslenskan efnahag,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem staddur er í Brussel, í samtali við Þorfinn Ómarsson, fréttamann Stöðvar 2. Sigmundur segir slæma stöðu Grikklands sýna hve mikilvægt það er að Íslendingar hafi stjórn á sínum eigin efnahagsmálum. „Evrópusambandið og helstu kröfuhafar verða að færa niður hluta af skuldum Grikklands. Skuldastaðan er það slæm að hún er ekki sjálfbær. Það er nú þegar búið að skera meira niður í opinberri og félagslegri þjónustu en góðu hófi gegnir, það er ekki hægt að ganga lengra. Það verður að lækka skuldirnar til að Grikkland geti dafnað á ný.“
Grikkland Tengdar fréttir Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09 „Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Grískir bankar lokaðir fram á mánudag Ríkisstjórnin hefur ákveðið að bankar opni ekki fyrr en eftir neyðarfund Evrópusambandsins á sunnudag. 9. júlí 2015 07:09
„Ég kýs skjótan dauðdaga“ Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa orðið illa úti vegna kreppu og gjaldeyrishafta. 9. júlí 2015 19:54