Fékk heilahristing en spilar samt Tómas Þór Þórðarson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Leikmenn Cork City tóku æfingu á KR-vellinum í Frostaskjólinu í gær. Þeir þurfa að sækja til sigurs eftir 1-1 jafntefli á heimavelli. Fréttablaðið/ernir Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Íslensku liðin þrjú í Evrópudeildinni; KR, FH og Víkingur, verða öll í eldlínunni í dag þegar þau spila seinni leiki sína í fyrstu umferð forkeppninnar. Víkingur á útileik gegn Koper í Slóveníu, en Fossvogsliðið er 1-0 undir eftir fyrri leikinn á heimavelli. KR og FH eru í betri málum. FH-ingar unnu finnska liðið SJK, 1-0, á útivelli og KR gerði 1-1 jafntefli við írska liðið Cork ytra. Þau eiga bæði heimaleiki í dag klukkan 19.15. „Við verðum bara að mæta eins og menn í leikinn og þá ættum við að geta klárað þetta,“ segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, við Fréttablaðið um leikinn. Cork náði forystunni í útileiknum á 19. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin aðeins níu mínútum síðar og kom KR-liðinu því í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Bæði mörk leiksins komu eftir föst leikatriði en Skúli segir að það sé helsta sóknarvopn Íranna. „Þetta er týpískt breskt neðrideildarlið. Þeir hlaupa og berjast og sparka langt. Þeir eru sterkir og láta finna fyrir sér og fara svolítið áfram á föstum leikatriðum.“ Skúli segir leikmenn Cork erfiða viðureignar og sérstaklega þarf að passa upp á vængspilið því það getur skapað hættu. „Þeir eru með stóra menn og sjá möguleika á að skora úr föstum leikatriðum líka,“ segir Skúli Jón sem fékk höfuðhögg undir lok fyrri leiksins en er klár í slaginn. „Ég fékk vægan heilahristing. Samkvæmt læknisráði átti ég bara að hvíla. En ég hef ekkert fundið fyrir þessu síðan þetta gerðist þannig að ég er fínn. Ég æfði í morgun og það var allt í góðu, þannig ég reikna með að spila á morgun (í dag).“Komu á óvart Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, viðurkennir að finnska liðið SJK hafi komið honum á óvart þótt þeir væru búnir að sjá myndbönd af liðinu og greina það fyrir viðureignina í Evrópudeildinni. „Við vissum svo sem við hverju var að búast en það kom mér á óvart hversu góðir í fótbolta þeir eru og hversu líkamlega sterkir þeir eru. Þetta er virkilega gott lið,“ sagði Davíð Þór Viðarsson á blaðamannafundi í gær. Við ætlum okkur áfram. Ég er sannfærður um, að ef við verðum jafnagaðir og í fyrri leiknum og bætum við að halda boltanum, eru okkur flestir vegir færir í þessu einvígi,“ sagði Davíð Þór. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði bikartapið gegn KR ekki hafa nein áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik. „Alls ekki. Við erum orðnir svo vanir því að detta úr bikarnum á síðustu árum,“ sagði þjálfarinn og uppskar hlátur í salnum. „Sá leikur er bara búinn.“Þurfa fyrsta sigurinn Víkingar þurfa að vinna upp eins marks forystu Koper í 30 stiga hita í Slóveníu í dag. Þeir eru í erfiðustu stöðunni af íslensku liðunum þremur. Víkingar þurfa fyrsta sigur sinn í Evrópukeppni til að komastáfram, en tapið gegn Koper í Víkinni var það ellefta í ellefu Evrópuleikjum í sögu félagsins í Evrópukeppnum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira