Hver hefur eftirlit með verðlagseftirliti ASÍ? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar 8. júlí 2015 09:00 Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Brynjúlfur Björnsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) heldur úti verðlagseftirliti sem í síðustu viku birti úttekt á þróun matvælaverðs undir fyrirsögninni „Vörukarfan hefur hækkað umfram skattkerfisbreytingar frá áramótum“. Þessi niðurstaða vekur athygli í ljósi þess að opinberar tölur benda til þess að hækkun matvælaverðs sé minni en skattabreytingar gefa tilefni til. Er þetta í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir verðlagskannanir sem ekki standast nánari skoðun. Ástæðu misræmisins má finna í skökkum forsendum ASÍ. Annars vegar vanáætlar sambandið áhrif skattabreytinga og hins vegar gerir það ekki ráð fyrir áhrifum almennra verðlagsbreytinga. Sé leiðrétt fyrir þessum tveimur þáttum fæst niðurstaða sem er öfug við þá sem ASÍ heldur fram. Sykurskattur nam um 2,4 ma.kr. árið 2013 en hann var aflagður um áramótin. Neysla heimila á mat og drykkjarvörum nam um 142 ma.kr. á sama ári. Afnám sykurskatts hefði því átt að skila um 1,7% lækkun matvælaverðs (-2,4/142 = -1,7%). Þá gefur hækkun neðra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 11% tilefni til 3,7% hækkunar matvælaverðs (1,11/1,07 - 1 = 3,7%). Samanlagt gefa þessar tvær breytingar því tilefni til 2% hækkunar matvælaverðs. Í úttekt ASÍ er hins vegar fullyrt að skattabreytingar gefi einungis tilefni til 1,5% verðhækkunar. Ekki er skýrt frá því hvernig sú niðurstaða er fengin. Auk þessa gerir ASÍ ráð fyrir að engir aðrir þættir en skattabreytingar og álagning hafi áhrif á vöruverð. Verðlag er hins vegar áhrifaþáttur sem taka þarf tillit til. Almennt verðlag hækkaði um 1,6% á tímabilinu. Án breytinga á álagningu eða sköttum hefði verð á matvælum því átt að hækka sem því nemur. Samtals gefa skattabreytingar og verðlagsþróun því tilefni til 3,6% hækkunar matvælaverðs á tímabilinu. Samkvæmt vísitölu neysluverðs frá Hagstofu Íslands hækkaði matvælaverð einungis um 2,7% á tímabilinu. Því má áætla að álagning matvöruverslana hafi lækkað um 0,9%. Skattabreytingarnar um áramótin virðast því hafa skilað sér til neytenda að fullu og gott betur. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem ASÍ birtir niðurstöður verðlagsúttektar með villandi hætti. Sambandið hefur ekki brugðist við efnislegri gagnrýni sem Viðskiptaráð og fleiri aðilar hafa lagt fram vegna aðferðafræði og framsetningar niðurstaðna verðlagskannana. Slík vinnubrögð geta hvorki talist fagleg né trúverðug og eru ekki til þess fallin að upplýsa neytendur um raunverulega verðlagsþróun. Forsætisráðuneytið leggur ASÍ til 30 milljónir á ári til að halda úti verðlagseftirliti ásamt öðrum efnahagsrannsóknum. Í ljósi ofangreinds mætti ætla að tilefni væri til að starfrækja eftirlit með verðlagseftirlitinu til að tryggja vandaða meðferð þessara fjármuna. Eðlilegast væri þó að afnema opinber framlög til eftirlitsins. Í dag mælir Hagstofa Íslands verðlagsþróun með nákvæmum hætti og Samkeppniseftirlitið tryggir virka samkeppni á neytendamörkuðum. Frekari aðkoma stjórnvalda ætti að vera óþörf.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun