Sextán kostir í nýtingarflokki Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. júlí 2015 07:00 Gefur af sér 690 megavött. Uppsett afl virkjunarkosta í nýtingarflokki er 1.023 megavött. vísir/gva Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“ Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Alls eru sextán virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar. Þeir gefa af sér 1.023 MW af orku, en til samanburðar má nefna að Kárahnjúkavirkjun gefur af sér 690 MW.Guðmundur Ingi Guðbrandsson„Niðurstöður síðasta áfanga virkjanaáætlunar Alþingis (rammaáætlunar) árið 2013 voru að rúm 1.000 MW, eða hátt í 1,5 Kárahnjúkavirkjanir, yrðu í orkunýtingarflokki. Allt tal um skort á virkjanakostum hljómar því skringilega, þótt vissulega ætti aldrei að virkja á sumum þessara svæða eins og víða á Reykjanesskaga og í Mývatnssveit,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Guðmundur segir ekkert réttlæta það að beygja lagareglur eins og ríkisstjórnarflokkarnir hafi fyrirhugað með því að flytja hugmyndir um virkjanir í neðri hluta Þjórsár og á Sprengisandi í orkunýtingarflokk. „Rúmt ár er í að niðurstöður næsta áfanga virkjanaáætlunar komi fram. Þar verða virkjanahugmyndir bornar saman og með því fæst vitneskja um hvar skást er að virkja.“ Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir hins vegar að fáir af þeim sextán kostum sem eru í orkunýtingarflokki séu raunhæfir á næstu árum.Jón Gunnarsson„Staðan er sú að það eru engir virkjanakostir raunhæfir í þessu á þessum áratug nema þeir í neðri hluta Þjórsár og Þeistareykir. Þar eru hönnun og undirbúningur komin það vel á veg að ef eitthvað kemur upp í umhverfismati eiga ekki að verða neinar tafir.“ Fimm virkjanakostanna eru á forræði HS Orku á Reykjanesi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, sagði í Fréttablaðinu í gær að fyrirtækið vildi taka þátt í orkufrekum verkefnum en á meðan deilu þess við Norðurál um Helguvíkursamninginn væri ólokið væri fyrirtækið bundið. „Við viljum að sjálfsögðu selja orku eins og unnt er, Norðuráli eða öðrum, en staðan er sú að HS Orka gerði samning við Norðurál Helguvík um umtalsvert mikla orku og uppi er ágreiningur um þýðingu hans í dag, nú þegar álverið er hvergi nærri byggt og ekki unnt að afhenda orku þangað.“
Alþingi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira