Að kíkja undir húddið Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júlí 2015 09:45 Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira
Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Sjá meira