Að kíkja undir húddið Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júlí 2015 09:45 Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira
Fjölmiðlar fjölluðu á dögunum um hlutafjáraukningu hjá Lauf Forks sem framleiðir gaffla fyrir fjallahjól. Fram kom að aukningin næmi hundrað milljónum króna og að féð yrði notað til aukinnar markaðssóknar og vöruþróunar. Lauf forks er alvöru nýsköpunarfyrirtæki sem hefur selt og framleitt að eigin sögn léttasta reiðhjólagaffal í heimi. Félagið selur nú til söluaðila í um það bil þrjátíu löndum, auk þess að selja beint til keppnisliða og einstaklinga. Við þetta bætist að stofnendur eru ekki bara sprengmenntaðir á sviði iðnhönnunar og verkfræði, heldur augljóslega einnig miklir hjólaáhugamenn. Fyrir utanaðkomandi virðist því svo sem þarna fari saman bæði kunnátta og brennandi áhugi á viðfangsefninu. Lauf Forks er með öðrum orðum einkar áhugavert félag. Því voru nokkur vonbrigði fyrir áhugasama að lesa fréttir af hlutafjáraukningunni. Engin tilraun var gerð á neinum miðli til að setja hana í samhengi, eða til að spyrja lykilspurninga. Hvað voru margir hlutir seldir í aukningunni, og hver var þar af leiðandi verðmiði félagsins í viðskiptunum? Hverjir keyptu hlutafé, voru það fyrri hluthafar eða komu nýir að borðinu? Þynntist eignarhlutur stofnendanna út eða halda þeir sínu? Hvað hefur mikið fé verið sett inn í félagið frá stofnun? Því miður er þetta of algengt í umfjöllun íslenskra fjölmiðla um viðskipti. Efnahagsfréttir taka allt plássið en þegar kemur að málefnum fyrirtækjanna sjálfra eru fréttatilkynningar étnar upp hráar og engin tilraun gerð til að skyggnast bak við tjöldin. Hvort um er að kenna áhuga- eða kunnáttuleysi skal ósagt látið, en eitt er ljóst að eftirspurn hlýtur að vera eftir öflugri umfjöllun um málefni stórra og smárra fyrirtækja í landinu.Að berjast fyrir vondum málstað Leigubílstjórar í París og víðar í Frakklandi stóðu nýverið fyrir miklum mótmælum vegna starfsemi Uber í landinu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Uber snjallforrit sem tengir leigubílstjóra og farþega saman milliliðalaust. Uber er allt í senn hentugra, ódýrara, sveigjanlegra og öruggara en hefðbundnir leigubílar í stórborgum. Bílstjórinn kemur þegar þú vilt, þú sérð framgang hans á gagnvirku korti og bílaflotinn er nýr og öruggur. Með öðrum orðum, allt sem hefðbundin leigubílaþjónusta er ekki. Vitaskuld er skiljanlegt að menn berjist fyrir lífsviðurværi sínu. Málstaðurinn er hins vegar ekki góður ef verið er að berjast gegn betri og ódýrari þjónustu. Nær væri að taka til í eigin ranni.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Sjá meira