Allt öðruvísi ástarsaga Magnús Guðmundsson skrifar 26. júní 2015 13:30 Bækur Stjörnur yfir Tókýó Eftir Hiromi Kawakami Þýðing Kristín Jónsdóttir Bjartur 2015 Tsukiko er þrjátíu og átta ára einhleyp skrifstofustofukona sem hefur vanið komur sínar á hverfisbarinn eftir vinnu. Hún elskar góðan japanskan mat, sake og bjór en það virðist vera nánast það eina sem skiptir hana einhverju máli í lífinu svo heitið geti. Dag einn rekst hún á fyrrverandi japönskukennara sinn úr menntaskóla og þau komast að því að þau deila þessari ástríðu fyrir góðum mat og heitu sake sem þau virðast drekka í fremur óhóflegu magni. Fyrst þegar þau hittast fyrir tilviljun getur Tsukiko ómögulega munað nafn kennarans, sem er um þrjátíu árum eldri en hún, svo hún heldur sig við að kalla hann Sensei (kennari). Samband Tsukiko og Sensei þróast hægt og rólega í takt við árstíðir án átaka. Samband nemanda og kennara verður að vináttu sem verður að ást. Einföld, taktföst framþróun sögunnar er látlaus og örugg. Framvinda árstíðanna og sambands þeirra Tsukiko og Sensei birtist fyrst og fremst í gegnum alla þá fjölbreyttu og árstíðabundnu rétti sem persónurnar gæða sér á og jafnvel elta út fyrir borgarmörkin. Önnur eins matarást hefur vart sést á prenti síðan persónur Enid Blyton tóku sér ítrekað hvíld frá sjálfskipuðum lögreglurannsóknum til þess að gæða sér á agúrkusamlokum, ávaxtakökum og öðru mislystugu ensku hnossgæti. Það er óneitanlega meiri fágun og framandleiki yfir matarást þeirra Tsukiko og Sensei. Blessunarlega. Hiromi Kawakami hefur einbeittan og fallegan frásagnarstíl þar sem sagan flæðir fram óhindrað eins og árstíðirnar og persónur hennar eru nánast eins og farþegar í framrás tímans. Með fínlegum lýsingum á japönskum matar- og drykkjusiðum fléttar Kawakami líf persóna sinna saman; sífellt þéttar og persónulegar að því er virðist án minnstu fyrirhafnar. Þéttur vefur rótgróinnar japanskrar menningar sameinar en aðflutt áreiti hafnaboltalýsingar í útvarpstæki sundrar. Einfalt og áhrifaríkt. Samhliða því sem persónur Kawakami ná betur að tengja sín á milli dregur hægt og rólega úr einmanaleika stórborgarbúans en bæði eru þau Tsukiko og Sensei einmana sálir í japönsku mannhafi. Ákveðinna veikleika gætir þó í látlausum frásagnarstíl Kawakami en kuldaleg einangrun persónanna virðist gera það að verkum að þær rista helst til grunnt. Skeytingarleysi þeirra fyrir umhverfi sínu og náunga gerir þær á köflum í raun svo sjálfhverfar að helst til djúpt verður á samkenndinni. Kannski á þetta sér rætur í japönsku menningarsamfélagi sjálfsábyrgðar og vinnusemi en þetta gerir persónur Kawakami allt að því vélrænar á köflum. Engu að síður getur þessi nálgun einnig vísað til þess hvernig við mannfólkið virðumst í sífellu auka á einangrun okkar með ört vaxandi tæknisamskiptum og sjálfsdýrkun. En heilt yfir er Stjörnur yfir Tókýó falleg bók. Látlaust og einlægt verk og það er óskandi að framhald verði á íslenskum útgáfum á japönskum samtímabókmenntum á komandi misserum. Rétt er að taka fram að þýðing Kristínar Jónsdóttur rennur ljúft og fallega. Kristín gerir líka gott betur og setur inn neðanmálsgreinar þar sem lesandinn þarf smá aðstoð við að átta sig á stöku japönskum menningarfyrirbærum og gerir það mikið til þess að auka á ánægjuna við lesturinn.Niðurstaða: Látlaus, falleg öðruvísi ástarsaga sem fer með lesandann í skemmtilegt ferðalag um japanskan menningarheim. Bók sem óhætt er að mæla með. Gagnrýni Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Stjörnur yfir Tókýó Eftir Hiromi Kawakami Þýðing Kristín Jónsdóttir Bjartur 2015 Tsukiko er þrjátíu og átta ára einhleyp skrifstofustofukona sem hefur vanið komur sínar á hverfisbarinn eftir vinnu. Hún elskar góðan japanskan mat, sake og bjór en það virðist vera nánast það eina sem skiptir hana einhverju máli í lífinu svo heitið geti. Dag einn rekst hún á fyrrverandi japönskukennara sinn úr menntaskóla og þau komast að því að þau deila þessari ástríðu fyrir góðum mat og heitu sake sem þau virðast drekka í fremur óhóflegu magni. Fyrst þegar þau hittast fyrir tilviljun getur Tsukiko ómögulega munað nafn kennarans, sem er um þrjátíu árum eldri en hún, svo hún heldur sig við að kalla hann Sensei (kennari). Samband Tsukiko og Sensei þróast hægt og rólega í takt við árstíðir án átaka. Samband nemanda og kennara verður að vináttu sem verður að ást. Einföld, taktföst framþróun sögunnar er látlaus og örugg. Framvinda árstíðanna og sambands þeirra Tsukiko og Sensei birtist fyrst og fremst í gegnum alla þá fjölbreyttu og árstíðabundnu rétti sem persónurnar gæða sér á og jafnvel elta út fyrir borgarmörkin. Önnur eins matarást hefur vart sést á prenti síðan persónur Enid Blyton tóku sér ítrekað hvíld frá sjálfskipuðum lögreglurannsóknum til þess að gæða sér á agúrkusamlokum, ávaxtakökum og öðru mislystugu ensku hnossgæti. Það er óneitanlega meiri fágun og framandleiki yfir matarást þeirra Tsukiko og Sensei. Blessunarlega. Hiromi Kawakami hefur einbeittan og fallegan frásagnarstíl þar sem sagan flæðir fram óhindrað eins og árstíðirnar og persónur hennar eru nánast eins og farþegar í framrás tímans. Með fínlegum lýsingum á japönskum matar- og drykkjusiðum fléttar Kawakami líf persóna sinna saman; sífellt þéttar og persónulegar að því er virðist án minnstu fyrirhafnar. Þéttur vefur rótgróinnar japanskrar menningar sameinar en aðflutt áreiti hafnaboltalýsingar í útvarpstæki sundrar. Einfalt og áhrifaríkt. Samhliða því sem persónur Kawakami ná betur að tengja sín á milli dregur hægt og rólega úr einmanaleika stórborgarbúans en bæði eru þau Tsukiko og Sensei einmana sálir í japönsku mannhafi. Ákveðinna veikleika gætir þó í látlausum frásagnarstíl Kawakami en kuldaleg einangrun persónanna virðist gera það að verkum að þær rista helst til grunnt. Skeytingarleysi þeirra fyrir umhverfi sínu og náunga gerir þær á köflum í raun svo sjálfhverfar að helst til djúpt verður á samkenndinni. Kannski á þetta sér rætur í japönsku menningarsamfélagi sjálfsábyrgðar og vinnusemi en þetta gerir persónur Kawakami allt að því vélrænar á köflum. Engu að síður getur þessi nálgun einnig vísað til þess hvernig við mannfólkið virðumst í sífellu auka á einangrun okkar með ört vaxandi tæknisamskiptum og sjálfsdýrkun. En heilt yfir er Stjörnur yfir Tókýó falleg bók. Látlaust og einlægt verk og það er óskandi að framhald verði á íslenskum útgáfum á japönskum samtímabókmenntum á komandi misserum. Rétt er að taka fram að þýðing Kristínar Jónsdóttur rennur ljúft og fallega. Kristín gerir líka gott betur og setur inn neðanmálsgreinar þar sem lesandinn þarf smá aðstoð við að átta sig á stöku japönskum menningarfyrirbærum og gerir það mikið til þess að auka á ánægjuna við lesturinn.Niðurstaða: Látlaus, falleg öðruvísi ástarsaga sem fer með lesandann í skemmtilegt ferðalag um japanskan menningarheim. Bók sem óhætt er að mæla með.
Gagnrýni Menning Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira