Útilokar ekki Íslandsmetstilraun hjá Anítu í Mannheim Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2015 08:30 Aníta setti Íslandsmet í 800 m hlaupi á Junioren Gala-mótinu í Mannheim árið 2012. vísir/Stefán Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir er klár í slaginn fyrir Junioren Gala-mótið í Mannheim um helgina, en meiðslin sem komu í veg fyrir að hún gæti hlaupið 1.500 metrana á Evrópumóti landsliða um síðustu helgi eru ekki alvarleg. „Hún fékk í lærið fyrir mótið í Búlgaríu þannig það var ekki tekin áhætta á að láta hana hlaupa bæði laugardag og sunnudag,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við Fréttablaðið. Hinn glaðbeitti Gunnar var einmitt staddur í Heiðmörk á æfingu með Anítu þegar blaðamaður náði í hann móðan og másandi. „Ég er ekki alveg í jafn góðu formi og hún,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður hvað þau séu að gera í Heiðmörk svarar þjálfarinn: „Við notum mikið malarstígana hérna og það hef ég gert lengi. Það eru brekkur í Heiðmörk sem gefa styrk og svo er gott að vera ekki alltaf á harðri hlaupabrautinni.“ Gunnar Páll segir Anítu vera í góðu formi en meiðslin hafi komið í veg fyrir nokkrar „gæðaæfingar“ í aðdraganda Evrópumóts landsliða og það hjálpaði augljóslega ekki til við undirbúninginn. Aníta á góðar minningar frá mótinu í Mannheim en þar setti hún Íslandsmet sitt í 800 metra hlaupi (2:00,49 mínútur) fyrir þremur árum. Hún vann mótið síðast í fyrra. „Ég myndi segja að möguleikarnir væru 50-50,“ segir Gunnar Páll aðspurður hvort Aníta geti gert atlögu að Íslandsmetinu á sunnudaginn í Mannheim. „Hún var í metformi en svo gerðist þetta fyrir Evrópumótið og þá missti hún úr lykilæfingar. Ég útiloka ekki að allt geti gengið upp. Það hefur eflaust góð áhrif á Anítu að hlaupa þarna þar sem hún á góðar minningar frá þessum stað. Ef skrokkurinn er tilbúinn ætti það að gefa henni eitthvað auka,“ segir Gunnar Páll. Kuldakastið fyrir og í kringum Smáþjóðaleikana gerði æfingar Anítu ekkert betri. „Kuldakaflinn fór illa í okkar öll. Þegar maður verður að taka þessar gæðaæfingar í kulda og roki er maður bara að bjóða hættunni heim,“ segir Gunnar Páll. Eftir Mannheim taka við rúmar tvær vikur af stífum æfingum fyrir Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Svíþjóð. Aníta vann það mót nokkuð óvænt fyrir tveimur árum. „Hún er sigurstranglegust þar að þessu sinni og allir vilja vinna hana sem er eitthvað sem þarf að tækla. Ég sé ekki betur en að hún verði í súperformi í Svíþjóð en það er smá óvissa með Mannheim,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Sjá meira