Flóttafólkið yrði innikróað Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2015 08:00 Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi. nordicphotos/AFP Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári. Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári.
Flóttamenn Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Sjá meira