Vill fá aðlögunarráðuneytið aftur Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. júní 2015 07:00 Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi sósíaldemókrata, stillti sér upp fyrir myndatökur með aðdáendum á kosningaferðalagi í Viborg. fréttablaðið/EPA Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen hyggst endurvekja, sigri hann í þingkosningunum á morgun, svonefnt aðlögunarráðuneyti sem myndi sjá um málefni flóttafólks og innflytjenda. Manu Sareen, ráðherra barnamála, jafnréttis, aðlögunar og félagsmála, segir þetta fráleita hugmynd: „Á einhvern hátt virkar þetta á mig sem algerlega bilað,“ er haft eftir Sareen á fréttasíðu danska ríkisútvarpsins. „Að mínu mati myndi þetta þeyta aðlögunarmálunum marga áratugi aftur í tímann.“ Helle Thorning-Schmidt forsætisráðherra tekur ekki jafn djúpt í árinni og Sareen, heldur segir þetta fyrst og fremst snúast um tæknilegt aukaatriði: „Það sem máli skiptir er að aðlögunin virki,“ segir hún. Málefni innflytjenda og hælisleitenda hafa verið eitt helsta hitamálið í kosningabaráttunni, sem hófst nokkuð skyndilega fyrir þremur vikum þegar Thorning-Schmidt ákvað að boða til kosninga.Lars Løkke Rasmussen Leiðtogi hægrimanna stakk upp í sig gómsætri kjötbollu á kosningaferðalagi í Lyngby.fréttablaðið/EPAFleiri mál hafa vissulega brunnið á Dönum, ekki síst atvinnuleysi, velferðarmál og skattlagning en flóttamannastraumurinn frá Sýrlandi hefur enn á ný vakið upp ótta við aðkomufólk í litlu landi. Það sem af er þessu ári hafa 3.500 manns sótt um hæli í Danmörku. Á síðasta ári sóttu nærri 15 þúsund um hæli, og hafði hælisleitendum þá fjölgað um helming frá árinu áður. Hælisleitendum í Danmörku fjölgaði verulega síðastliðið sumar, um sama leyti og hundruð þúsunda manna hröktust undan vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Hámarki náði þetta í september á síðasta ári þegar 3.149 manns sóttu um hæli í Danmörku, en síðan þá hefur þessi bylgja gengið yfir og nú virðist straumurinn aftur hafa náð jafnvægi. Undanfarna mánuði hafa um það bil 500 manns sótt um hæli í hverjum mánuði, og sá fjöldi er svipaður og hafði verið þangað til í júní á síðasta ári. Samkvæmt venju vilja hægriflokkarnir herða stefnuna í útlendingamálum en vinstriflokkarnir leggja meiri áherslu á að taka vel á móti innflytjendum. Í þetta skiptið hafa sósíaldemókratar hins vegar lagst á sveif með hægri flokkunum og sett það á stefnuskrá sína að setja þurfi hælisleitendum strangari skilyrði. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að fylgi Danska þjóðarflokksins, sem jafnan hefur verið harðastur allra flokka í afstöðunni til innflytjenda, hefur dalað nokkuð nú síðustu dagana fyrir kosningar. Mikil óvissa ríkir um úrslit kosninganna, þar sem fylgi fylkinganna tveggja hefur verið að mælast nánast jafnt í skoðanakönnunum undanfarið. Bláa blokkin svonefnda, fylking hægriflokkanna, var með nokkurra prósenta forskot við upphaf kosningabaráttunnar, en hefur nú glatað því forskoti.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira