Vilji og staðfesta Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. júní 2015 00:00 Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Afnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla. Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.Málflutningurinn skýr frá upphafi Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland. Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.Höldum áfram veginn Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann!
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun