Strákarnir vilja sópa upp eftir sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 07:00 Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira