Bókinni allt Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. júní 2015 07:00 Þau tíðindi bárust úr könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda að þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað um 90 prósent á fjórum árum. Enn er umtalsvert lesið, 86,7 prósent 18 ára eða eldri lásu að minnsta kosti eina bók á síðasta ári, en þeim sem enga lásu fjölgaði úr 7 prósentum árið 2011 í 13,3 prósent í fyrra. Í miðri kynningu á aðgerðaáætlun um afnám hafta fer þessi frétt kannski fram hjá mörgum, en hún er engu að síður grafalvarleg. Bókin býður okkur öll velkomin, veitir okkur skjól, geymir alla hugsanlega og óhugsanlega heima, virkjar ímyndunaraflið, eykur sjálfstæði, býr til minningar, svo fáir af kostum hennar séu tíundaðir. „Við höldum fast í heiðurinn af því að vera bókmenntaþjóð heimsins og fremst í flokki þegar kemur að því að lesa bækur. Það virðist vera að fjara undan okkur hvað það varðar og við verðum að bregðast við því,“ sagði Bryndís Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í Fréttablaðinu í gær. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var ekki síður harðorð. „Það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar maður sér svona upplýsingar og þær krefjast viðbragða frá fleirum en höfundum og bókaútgefendum. Þetta eru mikilvæg skilaboð og verkfæri fyrir stjórnvöld og samfélagið til að nýta sér, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi.“ Og það er rétt, þetta eru mikilvæg skilaboð sem okkur ber að taka alvarlega. Okkur getur þótt hvað sem er um íslenskuna og áherslu á að viðhalda henni; ef við gerum það ekki sjálf þá gerir það enginn. Svo einfalt er það. Auðvitað er það ekki þannig að íslenskan hverfi á nóinu þó einhverjir hætti að lesa bækur. Nei, en þetta er vísbending um þróun sem ber að taka alvarlega. Þegar til þess er horft að við lok grunnskóla geti 30 prósent drengja ekki lesið sér til gagns, eins og birtist í rannsókn sem gerð var í desember 2013, verður málið enn alvarlegra. Eitthvað er rotið í Danaveldi, gætum við lesið á bók og gera vonandi flestir. Þó að eðlilegt sé að beina sjónum að ungviðinu, þá er ekki síður alvarlegt að æ færri fullorðnir lesa bækur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og ef við lesum ekki bækur, hví ættu þau þá að gera það? Formaður Rithöfundasambandsins benti á að nýverið hefði virðisaukaskattur á bækur verið hækkaður. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, benti á að það hefði gerst um áramótin og væri ekki hægt að skýra hnignunina með því. Það er alveg rétt hjá ráðherra, en engu að síður eru skilaboðin það alvarleg að það er rétt að grípa til allra ráðstafana. Auka veg bókarinnar með öllum tiltækum ráðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á þingi í gær að með aðgerðaáætlun um haftalosun yrði efnahagur okkar í frábærri stöðu. „Í betri efnahagslegri stöðu heldur en landið hefur nokkurn tíma upplifað, eða þjóðin.“ Er ekki ráð að nýta þessa góðu efnahagslegu stöðu sem ráðamenn guma af og afnema með öllu virðisaukaskatt á bækur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Þau tíðindi bárust úr könnun sem Capacent vann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda að þeim sem aldrei lesa bækur hefur fjölgað um 90 prósent á fjórum árum. Enn er umtalsvert lesið, 86,7 prósent 18 ára eða eldri lásu að minnsta kosti eina bók á síðasta ári, en þeim sem enga lásu fjölgaði úr 7 prósentum árið 2011 í 13,3 prósent í fyrra. Í miðri kynningu á aðgerðaáætlun um afnám hafta fer þessi frétt kannski fram hjá mörgum, en hún er engu að síður grafalvarleg. Bókin býður okkur öll velkomin, veitir okkur skjól, geymir alla hugsanlega og óhugsanlega heima, virkjar ímyndunaraflið, eykur sjálfstæði, býr til minningar, svo fáir af kostum hennar séu tíundaðir. „Við höldum fast í heiðurinn af því að vera bókmenntaþjóð heimsins og fremst í flokki þegar kemur að því að lesa bækur. Það virðist vera að fjara undan okkur hvað það varðar og við verðum að bregðast við því,“ sagði Bryndís Loftsdóttir, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í Fréttablaðinu í gær. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, var ekki síður harðorð. „Það hringja allar viðvörunarbjöllur þegar maður sér svona upplýsingar og þær krefjast viðbragða frá fleirum en höfundum og bókaútgefendum. Þetta eru mikilvæg skilaboð og verkfæri fyrir stjórnvöld og samfélagið til að nýta sér, í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi.“ Og það er rétt, þetta eru mikilvæg skilaboð sem okkur ber að taka alvarlega. Okkur getur þótt hvað sem er um íslenskuna og áherslu á að viðhalda henni; ef við gerum það ekki sjálf þá gerir það enginn. Svo einfalt er það. Auðvitað er það ekki þannig að íslenskan hverfi á nóinu þó einhverjir hætti að lesa bækur. Nei, en þetta er vísbending um þróun sem ber að taka alvarlega. Þegar til þess er horft að við lok grunnskóla geti 30 prósent drengja ekki lesið sér til gagns, eins og birtist í rannsókn sem gerð var í desember 2013, verður málið enn alvarlegra. Eitthvað er rotið í Danaveldi, gætum við lesið á bók og gera vonandi flestir. Þó að eðlilegt sé að beina sjónum að ungviðinu, þá er ekki síður alvarlegt að æ færri fullorðnir lesa bækur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og ef við lesum ekki bækur, hví ættu þau þá að gera það? Formaður Rithöfundasambandsins benti á að nýverið hefði virðisaukaskattur á bækur verið hækkaður. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, benti á að það hefði gerst um áramótin og væri ekki hægt að skýra hnignunina með því. Það er alveg rétt hjá ráðherra, en engu að síður eru skilaboðin það alvarleg að það er rétt að grípa til allra ráðstafana. Auka veg bókarinnar með öllum tiltækum ráðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á þingi í gær að með aðgerðaáætlun um haftalosun yrði efnahagur okkar í frábærri stöðu. „Í betri efnahagslegri stöðu heldur en landið hefur nokkurn tíma upplifað, eða þjóðin.“ Er ekki ráð að nýta þessa góðu efnahagslegu stöðu sem ráðamenn guma af og afnema með öllu virðisaukaskatt á bækur?
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun