Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Ingvar Haraldsson skrifar 9. júní 2015 08:00 Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason kynntu áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta í Hörpu í gær. VÍSIR/GVA Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún. Gjaldeyrishöft Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira