Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Ingvar Haraldsson skrifar 9. júní 2015 08:00 Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason kynntu áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta í Hörpu í gær. VÍSIR/GVA Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún. Gjaldeyrishöft Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira