Lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis Ingvar Haraldsson skrifar 9. júní 2015 08:00 Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason kynntu áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta í Hörpu í gær. VÍSIR/GVA Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún. Gjaldeyrishöft Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira
Stefnt er að því að lífeyrissjóðir fái heimild til að fjárfesta fyrir tíu milljarða íslenskra króna erlendis árlega. Leggja á fram frumvarp á Alþingi þess efnis næsta vetur. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra en Seðlabanki Íslands mun að óbreyttu einnig þurfa að veita lífeyrissjóðunum undanþágu frá gjaldeyrishöftum. Bjarni segir að í kjölfar gjaldeyrisuppboðs fyrir aflandskrónueigendur næsta haust sé stefnt að því að stíga næstu skref í afnámi gjaldeyrishafta gagnvart innlendum aðilum. „Þá er hugsunin að næsta skref verði að liðka fyrir losun hafta m.a. gagnvart lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Bjarni segir að upphæðin, um tíu milljarðar á ári, sé um það bil sú fjárhæð sem þurfi til að viðhalda núverandi hlutfalli erlendra eigna í eignasafni þeirra. Bjarni segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort heimildir lífeyrissjóðanna verði rýmkaðar umfram tíu milljarða á ári næstu árin. „Þetta væri fyrsta skref og svo myndum við meta framhaldið.“Þórey S. Þórðardóttir„Þetta er mjög jákvætt skref,“ segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, en bæti við að lífeyrissjóðir þurfi að fá að fjárfesta fyrir meira en tíu milljarða á ári eigi hlutfall erlendra eigna þeirra að fara hækkandi. Hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóðanna af heildareignum nam 24 prósentum um síðustu áramót en hlutfallið fór hæst í ríflega 30 prósent fyrir bankahrun. Þórey telur ákjósanlegt að hlutfallið fari hækkandi. Þórey segir það skipta miklu máli fyrir almenning að lífeyrissjóðir fái að fjárfesta erlendis því stór hluti af neysluvörum Íslendinga sé innfluttur. „Til að geta borgað út lífeyri í framtíðinni er mjög mikilvægt að eignir séu í svipaðri mynt og neysla hjá sjóðsfélögunum,“ segir Þórey. „Þetta snýst fyrst og fremst um áhættudreifingu. Að vera ekki með svona stóran hluta af lífeyrissparnaði allan í íslensku hagkerfi þegar við erum óneitanlega mjög háð öðrum löndum. Við viljum geta flutt inn erlendar vörur og ferðast erlendis,“ segir hún.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Sjá meira