Ætla enn að þrýsta á Pútín Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júní 2015 07:30 Leiðtogarnir níu brugðu sér út til að láta mynda sig. Cameron, Merkel og Obama fremst, en hinir skammt á eftir. Vísir/AFP Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Grikkland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Að venju hópuðust mótmælendur að þegar leiðtogar G7-ríkjanna komu saman í Þýskalandi í gær til tveggja daga fundarhalda. Mótmælendurnir hafa sumir hverjir verið á staðnum dögum saman. Viðbúnaður lögreglu hefur verið mikill og á laugardag kom til átaka við mótmælendur í nágrenni Elmau-kastala í Garmisch-Partenkirchen, þar sem fundirnir eru haldnir. Leiðtogar helstu iðnríkja heims hafa hist árlega síðan 1975 til að ræða heimsmálin. Í fyrstu voru þátttakendurnir sex, en fljótlega fjölgaði þeim í sjö og síðan í átta þegar Rússar bættust í hópinn árið 1997. Í fyrra fengu Rússar samt ekki að vera með vegna afskipta þeirra af Úkraínu, og þeir fengu heldur ekki að vera með nú í ár. Vladimír Pútín Rússlandsforseti kom samt töluvert við sögu á fundunum í gær, og svo verður væntanlega einnig á morgun. Leiðtogarnir eru staðráðnir í að halda áfram að þrýsta á Pútín vegna Úkraínu, með áframhaldandi refsiaðgerðum og hunsun á alþjóðavettvangi. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, var einnig áberandi á fundunum þótt fjarverandi væri. Leiðtogar Bandaríkjanna, Kanada og Japans eru sagðir hafa lagt hart að Angelu Merkel Þýskalandskanslara að finna sem allra fyrst lausn á deilunum um skuldavanda Grikklands. Merkel hafði vonast til þess að samið yrði við Grikki fyrir helgi, áður en fundarhöldin í Elmau hæfust. Ekki tókst það og nú hafa Grikkir í fyrsta sinn sleppt því að greiða afborganir af lánum sínum og óvíst er um framhaldið. Merkel er aftur á móti staðráðin í að ná því fram að í yfirlýsingu leiðtogafundarins verði ótvíræð loforð um að ríkin sjö standi við áform um að hlýnun loftslags verði ekki meiri en tvö prósent. Obama virðist ætla að skrifa undir þetta, þótt ólíklegt þyki að honum takist að sannfæra Bandaríkjaþing um þessi markmið. Obama og Merkel forðuðust síðan að ræða eitt helsta deiluefnið milli þeirra, sem eru símanjósnir Bandaríkjamanna.Hverjir eru á fundinum? Bandaríkin: Barack Obama, forseti. Bretland: David Cameron, forsætisráðherra. Frakkland: François Hollande, forseti. Ítalía: Matteo Renzi, forsætisráðherra. Japan: Shinzo Abe, forsætisráðherra. Kanada: Stephen Harper, forsætisráðherra. Þýskaland: Angela Merkel, kanslari. Evrópusambandið: Donald Tusk, forseti ESB-ráðsins, og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Grikkland Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira