Erlent

Þúsund manns bjargað í land

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Um þúsund manns var bjargað af bátum í Miðjarðarhafinu í gær.
Um þúsund manns var bjargað af bátum í Miðjarðarhafinu í gær.
Meira en þúsund flóttamönnum var bjargað um borð í breskt herskip á Miðjarðarhafinu í gær. Flóttamennirnir voru svo fluttir í land á Ítalíu.

Alls er talið að um hálf milljón flóttamanna bíði nú í Líbíu eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Það sem af er þessu ári hafa nærri hundrað þúsund flóttamenn komið til Grikklands og Ítalíu.

Nú um helgina komst fjöldi þeirra, sem náð hafa til Ítalíu, upp í fimmtíu þúsund en litlu færri hafa komist til Grikklands.

Fólkið vonast eftir því að fá hæli í aðildarríkjum Evrópusambandsins. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi og Erítreu.

Meðal þeirra, sem bjargað var í gær, er þunguð kona sem var komin fast að barnsburði.

Evrópusambandið býr sig nú undir hernaðaraðgerðir gegn smyglurum í Líbíu, sem sent hafa flóttamenn yfir hafið á yfirfullum en ótraustum fleytum. Fólkið hefur greitt smyglurunum hundruð þúsunda fyrir farið yfir hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×