Matvælalandið Ísland – gæði, ferskleiki og sérstaða Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 4. júní 2015 00:01 Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Samstarfshópur um Matvælalandið Ísland stóð fyrir ráðstefnunni Útflutningur – til mikils að vinna fyrir skömmu. Að samstarfshópnum standa Samtök iðnaðarins, Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar, Matís og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Þetta var áhugaverð og upplýsandi ráðstefna. Samhljómur var mikill í máli þátttakenda þar sem lykilorðin ferskleiki, gæði, sjálfbærni, þjónusta, upplifun, sérstaða og stöðugleiki í gæðum voru sem rauður þráður. Það sem upp úr stendur er þó orðið samvinna sem er svo mikilvæg okkur öllum sem störfum í matvælageiranum og nauðsynleg vilji menn ná árangri á markaði, hvort sem er hér heima eða erlendis. Það er gaman að starfa við matvælaframleiðslu. Þar er stöðug eftirspurn en einnig rík krafa um vöruþróun, gæði og uppruna vöru. Síðustu ár hefur orðið sprenging í komu ferðamanna til landsins og aldrei hafa fleiri ferðamenn komið en á síðasta ári eða tæp ein milljón. Arion banki spáði því árið 2012 að 2015 yrðu ferðamenn orðnir 850 þúsund og fjöldinn gæti verið kominn á aðra milljón árið 2020. Fjöldi ferðamanna er nú þegar kominn í milljón, vöxturinn er með öðrum orðum hraðari en við gerðum ráð fyrir. Varlega áætlað þýðir þetta vöxt í matvælaframleiðslu upp á um 5% á ári. Við matvælaframleiðendur megum ekki láta þennan vaxtarsprota renna okkur úr greipum. Við verðum að tryggja að útflutningur á mat hefjist hér í túngarðinum heima. Við verðum að fá okkar erlendu gesti til að neyta innlendrar framleiðslu í auknum mæli.Óþrjótandi vaxtarsprotar Ísland verður aldrei magnframleiðandi matvöru í alþjóðlegum samanburði. Tækifæri okkar felast í að finna réttar smugur. Við keppum ekki í verði en eigum að nýta okkur sérstöðu og hámarksgæði. Mikilvægt er að finna kaupendur af réttri stærð sem við getum boðið hámarksþjónustu. Mikil tækifæri felast í ímynd landsins og hreinleika. Því er mikilvægt að við göngum vel um auðlindir okkar til að geta sýnt fram á sérstöðu okkar sem framleiðendur í sátt við lífhagkerfið. Við eigum frábær fyrirtæki allt í kringum landið sem á hverjum degi framleiða framúrskarandi vöru hvort sem það er kjöt eða fiskur, mjólk eða bjór, brauð eða ís. Sjávarútvegurinn og landbúnaðurinn eru grunnstoðirnar í samfélaginu og ofan á þær eigum við að byggja. Þar eigum við óþrjótandi vaxtarsprota og tækifæri sem við mættum líta betur til. Matur er 80-90% vatn. Við eigum nóg af vatni, við eigum nóg af landi og við eigum mikla orku. Ef rétt er haldið á málum gæti Ísland orðið þekkt vörumerki um allan heim sem matarkista norðursins. Við Íslendingar erum liðlega 320.000. Vaxtarmöguleikar greinarinnar liggja ekki í því að fá okkur til að borða meira. Möguleikarnir liggja í því að tengja saman matvælaiðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn og í útflutningi íslenskra matvæla. Tækifærin eru þarna, það er okkar að vinna úr þeim.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun