Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 07:30 Þróun fimm ára verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði það sem af er þessu ári. vísir Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Gjaldeyrishöft Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira