Velta með skuldabréf jókst um 83 prósent ingvar haraldsson skrifar 3. júní 2015 07:30 Þróun fimm ára verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði það sem af er þessu ári. vísir Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns. Gjaldeyrishöft Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira
Dagvelta á skuldabréfamarkaði í maí jókst um 83 prósent milli ára og nam veltan samtals 153 milljörðum króna í mánuðinum. „Hin aukna velta skýrist helst af auknum væntingum um verðbólgu og skiptum skoðunum á hvenær vaxtahækkunarferlið myndi byrja,“ segir Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA. Valdimar segir að mest hafi verið um að vera á markaði um miðjan mánuðinn í kringum síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Þá tilkynnti Seðlabankinn að hann myndi að öllum líkindum hækka stýrivexti í júní.Valdimar Ármann, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA.mynd/gammaVerðbólguálag á skuldabréfamarkaði, þ.e. mismunur á ávöxtunarkröfu á verðtryggð og óverðtryggð skuldabréf sem segir til um vænta verðbólgu næstu fimm árin jókst um tæplega hálft prósentustig í maí og stóð í 4,5 prósentum í lok mánaðarins. Frá áramótum hefur verðbólguálagið hækkað verulega eða um tæplega tvö prósentustig. Hækkunin er talin skýrast af væntingum um aukna verðbólgu og stýrivaxtahækkunum Seðlabankans. Valdimar bendir á að Seðlabankinn hafi gefið út áður en kjaraviðræður fóru í hart að framleiðsluspenna væri að skapast í hagkerfinu. Því væri líklegt að Seðlabankinn hefði hækkað stýrivexti í haust eða vetur þrátt fyrir að launahækkanir hefðu orðið óverulegar. Nú muni stýravaxtahækkun líklega koma fyrr til og verða meiri en annars hefði orðið. Greiningardeild Landsbankans spáir tveggja prósenta stýrivaxtahækkun á þessu ári og öðru eins á því næsta.Aðgerir stjórnvalda gætu kostað allt að fjórtán milljarða á ári Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka, bendir á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar sem tilkynnt var um á föstudaginn gætu aukið þenslu í hagkerfinu enn frekar. „Að óbreyttu mun þetta hafa í för með sér að afkoma ríkissjóðs versnar um átta til fjórtán milljarða á ári,“ segir Hrafn. Þetta muni þó skýrast betur í haust þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar verður lagt fram. Hrafn bend einnig á að óljóst sé hvaða áhrif frumvarp um afnám gjaldeyrishafta muni hafa á markaðinn. Leggja á frumvarpið fram á næstu dögum. Vegna óvissunnar sem uppi sé í efnahagsmálum hafi verið talsvert áhættuálag innbyggt í verðlagningu á óverðtryggðum skuldabréfum, að sögn Hrafns.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Sjá meira