Plástur á gatið Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. júní 2015 00:01 Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun
Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur. Hún tók námslán sem hún mun borga af þar til hún verður gráhærð og ég löngu dauður. Á sama tíma og hún var að mennta sig sat ég einhleypur í snjáðum sófa og spilaði hjólabrettaleiki í PS2, gargaði í pönkhljómsveitum og horfði á hryllingsmyndir allar nætur. En út af því að við búum í Bizarro World – öfugsnúna heiminum úr Súpermannblöðunum þar sem hægri er vinstri og niður er upp – æxluðust hlutirnir þannig að ég fæ í dag meira útborgað um hver mánaðamót en hún. Og nú er hún komin í verkfall ásamt um 1.400 öðrum hjúkrunarfræðingum Landspítalans sem fara fram á það eitt að fá laun sem flokkast ekki sem niðurlægjandi. En það var ekki fyrr en verkfallið skall á sem ég fór að átta mig á skepnuskapnum. Lesa greinarnar, horfa á fréttirnar og hlusta betur á óánægjuraddirnar. Átta mig á því að þetta skiptir meira máli en hvort María Ólafs komst áfram eða ekki í Eurovision og hvað einum ástsælasta leikara þjóðarinnar finnst um kannabisneytendur. Ég hef gerst sekur um að taka hjúkrunarfræðingum sem sjálfsögðum hlut. Þeir taka alltaf á móti mér með bros á vör og laga meiddið. Öllu alvarlegra er þegar stjórnvöld gera þetta líka — að taka hjúkrunarfræðingunum okkar sem sjálfsögðum hlut. Að þau reki heilbrigðiskerfi með gat á hausnum og finnist meira vit í því að setja plástur á það en að sauma fyrir. Og nú bíða stjórnvöld eftir því að hjúkrunarfræðingar gefist upp. Verði fyrir nægilega miklu fjárhagslegu tjóni til að þeir dragi úr kröfum sínum, mæti á vaktina og haldi kjafti þar til næst.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun