Mæl þarft eða þegi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 26. maí 2015 07:00 Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig, þér virðist allir vera með gjörðum sínum að reyna að vinna gegn þér, þú sérð samsæri gegn þér í öðru hvoru horni, já þegar þér finnst heimurinn í heild sinni vera nokkuð andsnúinn þér og fólkið veruleikafirrt, þá er ágæt regla að líta aðeins í eigin barm og sjá hvort það geti verið að skýringarinnar sé að leita hjá einni manneskju frekar en nokkrum þúsundum, eða tugum þúsunda, sem sagt, þér. Þetta heilræði hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mátt hafa í huga áður en hann fór að úttala sig um þjóðmálin um helgina. Og það er reyndar ekki of seint, enn getur hann tileinkað sér þessa lífsspeki, ef hann sér þá ekki þessi skrif sem hluta af einhverju stærra sem beinist gegn honum. En hér er ekki ætlunin að ræða persónur, heldur hegðun, atferli og framkomu og hvað geti verið skynsamlegt í þeim efnum. Staðan er nefnilega sú að við erum í einhverjum alvarlegustu deilum á vinnumarkaði sem sögur fara af, ef ekki þeim allra alvarlegustu. Hver stéttin á fætur annarri hefur annaðhvort lagt niður störf til að knýja á um betri laun eða hyggst gera það á næstu dögum. Það stefnir því í að langstærstur hluti vinnandi fólks í landinu verði í verkfalli í næsta mánuði. Ekki þarf að fara í grafgötur með það hve alvarlegt það er. Horfum bara á málið út frá þeirri staðreynd, sem ekki nokkur þarf að velkjast í vafa um að er staðreynd, að hagkerfið þolir ekki langan tíma af svo mikilli vinnustöðvun sem von er á. Horfum á þetta út frá sjónarhorni ábyrgðar og samskipta. Fram undan er, og er reyndar hafin fyrir nokkru, grafalvarleg staða í vinnunni þinni og þú ert yfirmaður allra á vinnustaðnum. Þitt verkefni er að lægja öldurnar og leggja þitt af mörkum til að leysa deilur. Það er í raun eina verkefni forsætisráðherra í þeirri stöðu sem við búum við í dag og fram undan er. Á þeim tímapunkti ákvað Sigmundur Davíð hins vegar að stíga fram og bera forystumenn launþegahreyfingarinnar þungum sökum um annarlega pólitík, að lýsa því yfir að ef launahækkanir keyrðu úr hófi fram myndi hann einfaldlega hækka skatta og almennt að vísa ábyrgðinni á lausn vandans algjörlega frá sér. Í það minnsta lagði hann ekki margt til málanna hvað varðar lausn á deilunni. Og auðvitað brást verkalýðshreyfingin við með því að lýsa því yfir að það þyrfti þá að setja ákvæði um að samningar yrðu lausir þegar af boðaðri skattahækkun yrði og fyrtist við ásökunum um að vera að gera annað en að berjast fyrir hag umbjóðenda sinna. Slík viðbrögð áttu að vera öllum fyrirsjáanleg. Mæl þarft eða þegi, segir í Vafþrúðnismálum. Það er ekki endilega krafan að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þegi, en það hlýtur að vera hægt að fara fram á að í jafn alvarlegri stöðu og nú er uppi kyndi þeir ekki ófriðarbálið með orðum sínum og geri illt verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig, þér virðist allir vera með gjörðum sínum að reyna að vinna gegn þér, þú sérð samsæri gegn þér í öðru hvoru horni, já þegar þér finnst heimurinn í heild sinni vera nokkuð andsnúinn þér og fólkið veruleikafirrt, þá er ágæt regla að líta aðeins í eigin barm og sjá hvort það geti verið að skýringarinnar sé að leita hjá einni manneskju frekar en nokkrum þúsundum, eða tugum þúsunda, sem sagt, þér. Þetta heilræði hefði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mátt hafa í huga áður en hann fór að úttala sig um þjóðmálin um helgina. Og það er reyndar ekki of seint, enn getur hann tileinkað sér þessa lífsspeki, ef hann sér þá ekki þessi skrif sem hluta af einhverju stærra sem beinist gegn honum. En hér er ekki ætlunin að ræða persónur, heldur hegðun, atferli og framkomu og hvað geti verið skynsamlegt í þeim efnum. Staðan er nefnilega sú að við erum í einhverjum alvarlegustu deilum á vinnumarkaði sem sögur fara af, ef ekki þeim allra alvarlegustu. Hver stéttin á fætur annarri hefur annaðhvort lagt niður störf til að knýja á um betri laun eða hyggst gera það á næstu dögum. Það stefnir því í að langstærstur hluti vinnandi fólks í landinu verði í verkfalli í næsta mánuði. Ekki þarf að fara í grafgötur með það hve alvarlegt það er. Horfum bara á málið út frá þeirri staðreynd, sem ekki nokkur þarf að velkjast í vafa um að er staðreynd, að hagkerfið þolir ekki langan tíma af svo mikilli vinnustöðvun sem von er á. Horfum á þetta út frá sjónarhorni ábyrgðar og samskipta. Fram undan er, og er reyndar hafin fyrir nokkru, grafalvarleg staða í vinnunni þinni og þú ert yfirmaður allra á vinnustaðnum. Þitt verkefni er að lægja öldurnar og leggja þitt af mörkum til að leysa deilur. Það er í raun eina verkefni forsætisráðherra í þeirri stöðu sem við búum við í dag og fram undan er. Á þeim tímapunkti ákvað Sigmundur Davíð hins vegar að stíga fram og bera forystumenn launþegahreyfingarinnar þungum sökum um annarlega pólitík, að lýsa því yfir að ef launahækkanir keyrðu úr hófi fram myndi hann einfaldlega hækka skatta og almennt að vísa ábyrgðinni á lausn vandans algjörlega frá sér. Í það minnsta lagði hann ekki margt til málanna hvað varðar lausn á deilunni. Og auðvitað brást verkalýðshreyfingin við með því að lýsa því yfir að það þyrfti þá að setja ákvæði um að samningar yrðu lausir þegar af boðaðri skattahækkun yrði og fyrtist við ásökunum um að vera að gera annað en að berjast fyrir hag umbjóðenda sinna. Slík viðbrögð áttu að vera öllum fyrirsjáanleg. Mæl þarft eða þegi, segir í Vafþrúðnismálum. Það er ekki endilega krafan að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þegi, en það hlýtur að vera hægt að fara fram á að í jafn alvarlegri stöðu og nú er uppi kyndi þeir ekki ófriðarbálið með orðum sínum og geri illt verra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun