ISIS-liðar hafa gengið berserksgang í Ramadi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Einungis lítill hluti flóttamanna frá Ramadi gistir nú í tjöldum. Meirihlutinn sefur undir berum himni. Nordicphotos/AFP Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Eftir langa orrustu hopuðu lögregla og herlið írösku ríkisstjórnarinnar frá borginni Ramadi undan látlausri sókn hersveita Íslamska ríkisins, ISIS, á sunnudag. Ramadi er höfuðborg Anbar-héraðs sem er fjölmennasta hérað Íraks. Íslamska ríkið ræður nú yfir um helmingi héraðsins. Frá því Íslamska ríkið tók borgina hefur ástandið þar valdið flótta um 25 þúsund manns. Margir velja frekar að sofa undir berum himni utan borgarinnar án matar en að hætta á að vera eftir í borginni. Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt að koma flóttamönnunum til bjargar en fjármagnið er af skornum skammti enda hefur þörfin lengi verið mikil. ISIS-liðar hafa gengið um borgina og kveikt í húsum og verslunum fólks sem hliðhollt er ríkisstjórn Íraks. Að auki hafa ISIS-liðar opnað dyr fangelsa borgarinnar og frelsað um fjögur hundruð bræður sína og systur. Íbúar borgarinnar segjast einnig hafa séð liðsmenn Íslamska ríkisins fleygja þeim látnu í ána Efrat sem borgin stendur við. Íraska ríkisstjórnin vann borgina Tikrit aftur á sitt band í síðasta mánuði og hefur síðan þá gengið vel að herja á svæði Íslamska ríkisins. Fall Ramadi er því stórt tap fyrir Írak. Íraska ríkisstjórnin er tilbúin til samstarfs við herskáar uppreisnarsveitir sjíamúslima austan borgarinnar til þess að ná borginni aftur af ISIS. Íbúar í Ramadi, sem flestir eru súnnímúslimar, hræðast sveitir sjíamúslima til jafns við Íslamska ríkið. „Ef sveitir sjíamúslima komast inn í Ramadi munu þær gera það sama og ISIS-liðar gera nú,“ hefur fréttaveita AP eftir búðareigandanum Abu Ammar. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, Elissa Smith, segir fall borgarinnar ekki marka viðsnúning í stríðinu gegn Íslamska ríkinu en játar að það muni þó ýta hressilega undir áróðursvél ríkisins. Íslamska ríkið berst nú víðs vegar um Miðausturlönd og hefur upp á síðkastið unnið stóra sigra í Líbíu, Írak, Sýrlandi og Líbanon.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48 Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00 Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14 Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32 ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21 Ráðast gegn ISIS í Ramadi Hryðjuverkasamtökin náðu borginni á sitt vald í gær. 18. maí 2015 07:02 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
ISIS-liðar ná Ramadi á sitt vald Sex bílsprengjur sprungu fyrir utan helstu stjórnarbyggingu Ramadi áður en liðsmenn ISIS réðust til atlögu. 15. maí 2015 12:48
Hafa náð völdum í Ramadi Vígamenn Ríkis Íslams náðu yfirráðum í höfuðborg Anbar, stærsta hérðaðs Íraks. 18. maí 2015 07:00
Ramadi fellur undan sókn ISIS Íraski herinn hefur yfirgefið borgina eftir harða bardaga við vígamenn. 17. maí 2015 22:14
Tugþúsundir hafa flúið Ramadi Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkið hafa tekið borgina yfir. 19. maí 2015 08:32
ISIS-liðar undirbúa sig fyrir vörn Ramadi Yfirvöld í Írak hafa sent þúsundir manna til borgarinnar sem safnast nú saman og undirbúa árás. 19. maí 2015 15:21