Nýtt X, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 20. maí 2015 00:00 Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Gjaldeyrishöft Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Mannúðleg heimspeki, lífsskoðun, grunnhugmynd eða hvaðeina sem menn vilja nefna leiðarhnoða manna í stjórnmálum, þarf ekki að vera flókin til að virka. Á Íslandi og víðar, burtséð frá gölluðu hagkerfi, er afar stór hópur sem getur tekið undir eftirfarandi: Við viljum sem mestan jöfnuð í lífsgæðum. Við viljum góð tækifæri til að ráða málum okkar sjálf, sem sagt jafnræði. Við viljum jafnrétti og sem mest mannréttindi. Þarna sjá menn j-in þrjú, sem ásamt stýrðu (en ekki ótakmörkuðu) frelsi til athafna, heimiluðu framfarir fyrir margt löngu; voru visst uppgjör við stöðnuð yfirstéttarveldi. Nú til dags standa m.a. samþjöppun auðs, fáveldi mokríkra einstaklinga og völd alþjóðlegra hringa, í skjóli fjárfreks hervalds, í vegi fyrir j-unum þremur. Við bætist ógn við heimsbyggðina vegna harkalegrar auðlindanýtingar og hlýnunar sem fyrirhyggjulaus orkustefna veldur; vegna rányrkju í stað raunyrkju. Ísland fer ekki varhluta af þessu. Hrunið og átökin í samfélaginu um helstu álitamál hafa skipt þeim er hafa áhuga á pólitík í marga hópa. Við höfum í bili ekki önnur verkfæri til að brúka í þeim átökum en fjölmiðlana, framboðsflokka, þingið, sveitarstjórnir og margvísleg hagsmuna- og áhugasamtök. Við teljumst vera virkt þingbundið lýðræðisríki.Hagur almennings í húfi Við þessar aðstæður verða þeir sem bera j-in þrjú fyrir brjósti, með býsna ólíkum skilningi þó, að vinna saman í að minnsta kosti nokkur ár, við að rétta af slagsíðu samfélagsins í nafni réttlætis. Hvað sem þröngum en skánandi hag ríkisins líður, teiknum um þolanlega (?) stöðu hagkerfisins í heild og pælingum um afnám gjaldeyrishafta, bíða mörg verkefni úrlausna þar sem hagur almennings og lífskjör eru í húfi. Um það vitna kröfur og deilur sem aldrei fyrr og ekki síður harðnandi lífsskilyrði öryrkja, ótal ungra Íslendinga í húsnæðisleit, sjúklinga, aldraðra, láglaunafólks, nema, margra innflytjenda o.s.frv. Samvinna þess fólks sem gegnir hugtakinu félagshyggjufólk, þarf að ná til sameiginlegrar og opinnar stefnumótunar í helstu málaflokkum næstu tvö kjörtímabil – með vönduðum tillögum að leiðum til lausna. Hún þarf líka að ná til þess hvert form samstarfsins verður að vera svo það virki fólk langt út fyrir raðir flokka. Loks þarf samvinnan að opna fyrir endurskipulagningu á helstu stoðum samfélagsins. En það er verkefni 1-2 áratuga og þarfnast þess að samfélagið allt sé virkjað til þátttöku.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar