Innlent

Ólympíufari kemur systurdóttur sinni til hjálpar

Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
Systurdóttir Ásdísar Hjálmsdóttur þjáist af Crohn's-sjúkdómi og reikningar eru að sliga fjölskylduna.
Systurdóttir Ásdísar Hjálmsdóttur þjáist af Crohn's-sjúkdómi og reikningar eru að sliga fjölskylduna. Vísir
Ásdís Hjálmsdóttir afreksíþróttakona, sem hefur keppt fyrir Íslands hönd í spjótkasti á Ólympíuleikunum, safnar fé fyrir veika systurdóttur sína. Systir Ásdísar býr í Flórída ásamt eiginmanni sínum og sjö ára dóttir hennar hefur glímt við erfið veikindi.

„Ísabella litla greindist nýlega með Crohn's (bólgusjúkdómur í þörmum) og liðagigt og fjölskyldan er búin að upplifa mjög erfiða tíma undanfarið. Nú fer að koma að því að borga reikninga sem eru langt umfram þeirra bolmagn,“ segir Ásdís, en sett hefur verið upp söfnunarsíða til styrktar Ísabellu.

„Hún hefur verið mikið veik núna í næstum tvö ár. Þetta hefur verið ákaflega erfiður tími fyrir fjölskylduna þar sem hún var með mikla óútskýranlega verki í litla líkamanum sínum. Þau fóru fram og til baka á milli lækna, sérfræðinga og til sjúkraþjálfara til að reyna að finna út hvað væri að en enginn hafði svör. Hún gat ekki hlaupið um og leikið sér eins og önnur börn án þess að liggja grátandi með kælipoka og verkjatöflur um kvöldið. Auk þess var hún öll að rýrna og þroskaðist ekki eðlilega, segir Ásdís frá gangi sjúkdómsins, sem var greindur eftir langa sjúkrahúsdvöl og endurteknar rannsóknir.“

Ísabella hefur verið mikið veik og lækningin er langt í frá ókeypis.
„Hún hefur verið mikið veik núna í næstum tvö ár. Þetta hefur verið ákaflega erfiður tími fyrir fjölskylduna þar sem hún var með mikla óútskýranlega verki í litla líkamanum sínum. Þau fóru fram og til baka á milli lækna, sérfræðinga og til sjúkraþjálfara til að reyna að finna út hvað væri að en enginn hafði svör,“ segir Ásdís.

„Hún gat ekki hlaupið um og leikið sér eins og önnur börn án þess að liggja grátandi með kælipoka og verkjatöflur um kvöldið. Auk þess var hún öll að rýrna og þroskaðist ekki eðlilega, segir Ásdís frá gangi sjúkdómsins, sem var greindur eftir langa sjúkrahúsdvöl og endurteknar rannsóknir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×