Hlúðu að vaðandi flugmanni og luku svo við golfhringinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Flugmaðurinn, annar frá hægri, var blóðugur og lemstraður á handlegg er hann kom í land. Mynd/Valur B. Jónatansson „Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45
Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44