Hlúðu að vaðandi flugmanni og luku svo við golfhringinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Flugmaðurinn, annar frá hægri, var blóðugur og lemstraður á handlegg er hann kom í land. Mynd/Valur B. Jónatansson „Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
„Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45
Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44