Hlúðu að vaðandi flugmanni og luku svo við golfhringinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Flugmaðurinn, annar frá hægri, var blóðugur og lemstraður á handlegg er hann kom í land. Mynd/Valur B. Jónatansson „Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
„Þetta leit alveg hrikalega út – maður bara krossaði sig,“ segir Valur Jónatansson, sem í gær var ásamt þremur félögum sínum við golfleik á velli Golfklúbbs Mosfellsbæjar við Leirvog þegar lítil flugvél hrapaði þar í sjóinn. Valur segir þá félagana hafa fylgst með flugvélinni fljúga yfir Leirvog og sýnst hún vera að æfa lendingar. Flugvöllurinn á Tungubökkum er einn kílómetra frá þeim stað þar sem vélin brotlenti klukkan hálf þrjú utan við Leirutanga. Flugmaðurinn er nítján ára og lauk atvinnuflugmannsprófi í gær.Lögregla og sjúkralið komu á slysstaðinn. Flugvélin var komin á þurrt síðdegis í gær.Vísir/Pjetur„Við sáum hana koma mjög lágt út voginn, kannski tíu til fimmtán metra yfir sjónum. Allt í einu tók hún beygju til vinstri og rak þá vinstri vænginn í hafflötinn þannig að vélin sporðreistist og skall á hvolf í sjóinn,“ segir Valur, sem kveður þá félagana ekki hafa heyrt neitt athugavert við mótor vélarinnar. Líklegast hafi hún ofrisið og misst flugið. Valur segir óhug hafa slegið á hópinn við þessa sjón. Þeir hafi hringt í Neyðarlínuna og síðan hlaupið niður í fjöru. Til að byrja með hafi enga hreyfingu verið að sjá. Loks hafi þeir séð til flugmannsins sem hafi öskrað. „Hann klifraði upp á vélina og hélt enn áfram að öskra og blóta. Svo byrjaði hann bara að ganga í land með sjóinn upp að brjósti. Það fyrsta sem okkar datt í hug var að það væri einhver annar í vélinni en við náðum að kalla í hann þegar hann var kominn hálfa leið í land og fengum það svar að hann væri einn. Þá létti okkur mikið,“ segir Valur.Aðrir flugmenn komu í könnunarflug yfir slysstaðinn.Vísir/PjeturKylfingarnir fylgdu flugmanninum unga upp á golfvöllinn. „Hann var aumur í hægri hendinni og blóðugur og með skrámur í framan. Annars virtist hann vera nokkuð heill,“ lýsir Valur. Síðar kom í ljós að flugmaðurinn var úr axlarlið. „Hann var bara í sjokki og hafði mestar áhyggjur af því að vera búinn að eyðileggja flugvélina fyrir pabba sínum. Við náðum að róa hann niður og héldum í hendurnar á honum þar til sjúkrabíllinn kom,“ segir Valur sem kveður þá félagana hafa verið í sjokki enda logandi hræddir við að þetta væri miklu alvarlegra. „Það leit þannig út. Mér finnst bara ótrúlegt að maðurinn hafi lifað þetta af.“ Þegar slysið varð voru Valur og félagar að undirbúa að slá teighöggin á sautjánda teig. Eftir að sjúkrabíllinn var farinn með flugmanninn til aðhlynningar luku þeir golfhringnum. „Við áttum tvær holur eftir en sautjánda brautin tók ansi langan tíma, við vorum klukkutíma að spila hana – með stoppinu. Þetta er einn óvenjulegasti hringur sem maður hefur nokkurn tíma spilað og ég vona að þeir verði ekki fleiri svona.“Vélin sem er eins hreyfils og tveggja sæta lágþekja frá árinu 1960 er afar illa farin.Vísir/Pjetur
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45 Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Mildi að flugmaðurinn slapp Mikil mildi þykir að ungur flugmaður sem brotlenti í sjónum í Leiruvogi við Mosfellsbæ í dag hafi ekki stórslasast, segir sjónarvottur. 11. maí 2015 19:45
Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn við Leirvogstungu í Mosfellsbæ. 11. maí 2015 14:44