Segir vígamönnum ISIS til syndanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. maí 2015 07:00 Leiðtogi "Íslamska ríkisins“, sem nú er sagður liggja alvarlega sár eftir loftárás í síðasta mánuði. nordicphotos/AFP Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Þýski blaðamaðurinn Jürgen Todenhöfer, sem kominn er yfir sjötugt, dvaldi á síðasta ári hjá vígamönnum „Íslamska ríkisins“ í Sýrlandi og Írak, samtals í tíu daga og varð fyrsti vestræni blaðamaðurinn sem slapp þaðan heill á húfi. Um helgina birti hann á vefsíðu sinni opið bréf til Abu Bakr al Bagdadí, leiðtoga samtakanna, en sá er nú sagður alvarlega særður eftir loftárás í síðasta mánuði. Todenhöfer þakkar Bagdadí kærlega fyrir að hafa tekið vel á móti sér og staðið í einu og öllu við loforð um að sér yrði ekki gert mein. Niðurstaða sín eftir þessa tíu daga heimsókn sé síðan sú að flestar gerðir Íslamska ríkisins séu andstæðar íslamstrú: „Þú ættir að gefa ríki þínu nýtt nafn og kalla það And-íslamska ríkið,“ segir Todenhöfer. Hann segir síðan að Bagdadí sjálfur sé alger andstæða Múhameðs spámanns: „Múhameð var miskunnsamur, þér eruð miskunnarlaus. Múhameð var framsýnn byltingarmaður, þér eruð afturhaldssamur fortíðarsinni.“ Todenhöfer vitnar óspart í Kóraninn, sem hann segist hafa lesið oft sér til ánægju þrátt fyrir að vera kristinnar trúar. Hann segir að Bagdadí brjóti nánast öll boðorð Kóransins, ekki síst þetta: „Ef maður drepur mann, þá er það eins og hann hafi drepið allt mannkyn. En ef hann bjargar mannslífi, þá er eins og hann hafi bjargað öllu mannkyninu,“ og beinir síðan máli sínu beint að Bagdadí: „Þú hefur aldrei bjargað mannslífi. Alltaf bara drepið án allrar miskunnar. Þú skaðar þar með allan hinn íslamska heim. Þú ert núna versti óvinur íslams.“ Todenhöfer hefur oft ferðast til átakasvæða í Mið-Austurlöndum og skrifað um það nokkrar bækur. Í gær birti Todenhöfer síðan áskorun til Vesturlandabúa, sem haldið hafa til Írans eða Íraks að berjast með „Íslamska ríkinu“. „Enginn gleðst meira yfir ódæðum ykkar en óvinir íslams. Stundum gæti maður haldið að þið væruð uppfinning þeirra,“ segir í áskoruninni.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira