Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Aftur hefst uppbygging hjá Benedikt. vísir/hag Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira
Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Sjá meira