Bílstjórar breiði út faðminn Stjórnarmaðurinn skrifar 22. apríl 2015 11:45 Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira