Bílstjórar breiði út faðminn Stjórnarmaðurinn skrifar 22. apríl 2015 11:45 Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Bifreiðastöðvar í landinu eru fimm og fjöldatakmarkanir eru á leyfum. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem máli skipta. Stjórnarmaðurinn hefur nýtt sér þjónustu Uber á ferðum sínum. Margir lesendur þekkja Uber. Bílstjórinn ekur sínum eigin bíl og tengist notandanum gegnum sérstakt app. Notandinn fær nákvæmar praktískar upplýsingar gegnum appið, og getur séð ferðir bílsins í rauntíma á korti. Notendur geta valið um gæði bifreiða. Dugar lítill rafmagnsbíll, þarftu pláss fyrir farangur eða viltu glæsibifreið? Greiðsla er innheimt í samræmi við gæði bílsins, lengd ferðarinnar, tíma dags o.s.frv. Til viðbótar býður Uber upp á einkunnagjöf – fyrir bílstjóra og farþega. Bílstjórar leggja sig því fram um að veita góða þjónustu, og farþeginn við að haga sér skikkanlega. Uber gerir strangar kröfur til bílstjóra sem aka undir merkjum félagsins. Bíllinn má ekki vera eldri en fjögurra ára, og bílstjórinn skal vera með óflekkað mannorð. Svona mætti áfram telja. Leigubifreiðastöðvum á Íslandi ber lagaskylda til að skipuleggja starfsemi sína með þeim hætti að veitt sé góð og örugg þjónusta. Nokkuð vantar upp á eins og staðan er í dag. Engin leið er að vita hvaða bíll kemur, þú getur lent á spánýrri Benz-bifreið eða gömlu rúgbrauðslíki sem hangir saman á hjörunum. Þjónustan er líka furðulega dýr. Uber getur eins og staðan er í dag ekki hafið starfsemi á Íslandi, enda ekki bifreiðastöð og bílstjórarnir ekki með leyfi. Á vefsíðu Bifreiðastjórafélagsins Frama segir um frjálsan leigubílarekstur: „Leigubílstjórum er kunnugt um að þar sem aðhald hefur verið minnkað með leigubílstjórum hafi menn sem gerst hafi sekir um glæpi reynt að komast í stéttina en það má alls ekki gerast hér á Íslandi.“ Sá sem þetta ritar getur varla talað fyrir hönd stéttarinnar. Vitaskuld er eðlilegt að stíga varlega til jarðar þegar kemur að breytingum. Hræðsluáróður á þó aldrei rétt á sér. Dæmi Uber sýnir að frjáls leigubílarekstur skilar sér í betri þjónustu, sanngjarnara verði og öruggari bifreiðum. Uber veitir góðum bílstjórum líka tækifæri og vettvang til að skara fram úr. Framúrskarandi bílstjórar, og farþegar, ættu því að taka frjálsum leigubílarekstri opnum örmum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent