Hildarleikur í hafi: hvað getum við gert? Hermann Ottósson og Þórir Guðmundsson skrifar 21. apríl 2015 09:00 Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað voru að berast fréttir af 700 manns sem drukknuðu í Miðjarðarhafi rétt suður af ítölsku eyjunni Lampedusa. Þetta eru konur, karlar og börn – fólk sem leggur lífið að veði til að komast í skjól frá stríði og örbirgð heima fyrir. Íslendingar eru að hjálpa. Varðskipið Týr hefur bjargað hundruðum manna úr sjávarháska. Rauði krossinn hefur stutt við flóttafólk með ýmsum hætti bæði hér heima og á viðkomustöðum. En getum við gert meira? Svarið er já, svo sannarlega. Þó að Íslendingar séu fámenn þjóð þá getur hún gert sitt og hún getur tekið af skarið, verið fyrirmynd. Í fyrsta lagi, þá getum við látið miklu meira af hendi rakna til uppbyggingar í fátækum Afríkulöndum og hjálparstarfs á stríðshrjáðum svæðum. Það þarf að koma í veg fyrir að fólk þurfi að flýja. Í öðru lagi þá getum við boðið hingað stærri flóttamannahópum og opnað leið fyrir flóttafólk að sækja um áritun til Íslands. Þá þurfa fjölskyldur ekki að leggja líf sitt í hættu heldur komast með öruggum hætti til landsins þar sem hælisumsókn þeirra fengi meðferð. Þetta yrði djörf aðgerð en hún myndi vekja eftirtekt og gæti rutt leiðina fyrir önnur Evrópuríki. Í þriðja lagi geta stjórnvöld tekið ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur á grundvelli Dyflinnarsamningsins. Margir þeirra hafa lagt líf sitt í mikla hættu í leit að skjóli. Aðgerðaáætlun sem innihéldi stóraukna aðstoð við stríðshrjáð og fátækt fólk heima fyrir, möguleika á hæli án þess að þurfa að hætta lífi sínu á leiðinni og ákvörðun um að endursenda ekki hælisleitendur til ákveðinna landa væri mikilvægt skref til lausnar á miklum alþjóðlegum mannúðarvanda. Við getum aldrei hjálpað öllum. En við getum hjálpað einhverjum og við getum sýnt öðrum að okkur stendur ekki á sama. Íslendingar hafa áður sýnt að lítil þjóð getur rutt brautina, sýnt dirfsku og gert öðrum þjóðum auðveldara að koma í kjölfarið. Undanfarna daga höfum við horft upp á hildarleik í hafi þegar íslenskir varðskipsmenn hafa bjargað hundruðum manna úr bráðum háska. Nú vitum við hvað er að gerast. Við höfum ekki lengur neina afsökun.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun