Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings 21. apríl 2015 07:00 Af þeim níu sem eru ákærðir í Kaupþingsmálinu mættu þeir Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Sjá meira