Komdu og sjáðu Magnús Guðmundsson skrifar 20. apríl 2015 07:00 Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Almenningsbókasöfn eru fallegir staðir. Ekki aðeins vegna allra þeirra dásemda sem fylla söfnin heldur ekki síður vegna þeirra hugsunar sem liggur að baki. Þeirrar hugsunar að öll eigum við rétt á að mennta okkur og njóta bókmennta og menningar óháð efnahag eða samfélagslegri stöðu. Hvort sem við erum rík eða fátæk, ung eða gömul, fötluð eða ófötluð – þá bjóða söfnin okkur velkomin eða eru til þess gerð í það minnsta. En þegar kemur að því að vera skapandi listamaður þá vandast málið. Í heimi lista- og menningar eru einstaklingar í sífellu dregnir í dilka og landamærin dregin þeirra á milli. Listamenn og listakonur virðast reyndar oft á tíðum vera metin og flokkuð út frá því hver þau eru fremur en verkunum sem þau skapa. Það er eiginlega alveg synd, ekki síst fyrir okkur sem höfum gaman og gleði af því að njóta sköpunarinnar hvers sem hún er, því fyrir vikið þá förum við á mis við svo margt skrítið og skemmtilegt. Þessi landamæri manna á milli eru ósýnilegir múrar en raunverulegir engu að síður. En fyrir tilstilli listahátíðar sem gengur undir heitinu List án landamæra er smám saman að verða breyting á. Góðir hlutir gerast hægt stendur einhvers staðar. Ég vona að það sé tilfellið hér. List án landamæra er vettvangur þeirra sem koma annars staðar að lokuðum dyrum. Fólks sem lengi hefur mátt sæta þeirri mismunun að vera utangarðs í samfélaginu að svo fjölmörgu leyti að það er eiginlega með ólíkindum. Fólks sem margt hvert býr við mismunun og órétt á hverjum degi bæði sem einstaklingar og listamenn. Misréttið getur verið efnahagslegt eða félagslegt, spurning um aðgengi eða einangrun, virðingu eða vorkunn. Hvers eðlis misréttið er hverju sinni skiptir ekki öllu máli nema fyrir hverja og eina manneskju sem við það býr. Það sem skiptir máli er að það er til staðar og það er ólíðandi með öllu. En á hverju vori er List án landamæra dropinn sem holar steininn. Þar koma saman listakonur og listamenn og þau eru jafn ólík og þau eru mörg. Þau koma með sín sköpunarverk og leggja þau að fótum hvers sem vill skoða, meta og njóta og það kostar ekki krónu. List án landamæra lætur ekki staðar numið þar heldur reynir að vera eins víða um landið og mögulegt er því það búa líka alls konar manneskjur úti á landi. Manneskjur sem skapa list og manneskjur sem njóta hennar. Þannig er List án landamæra dálítið eins og almenningsbókasafn þann tíma sem hún stendur á hverju voru. Allir eru boðnir velkomnir til þess að skoða og njóta óháð efnahag, aldri eða hverri þeirri samfélagslegu stöðu sem má láta sér koma til hugar. Innan þessarar fallegu hátíðar er að finna fjölda listviðburða sem er full ástæða fyrir alla til þess að kynna sér betur. Leiksýningar, kvikmyndasýningar, myndlistarsýningar, uppistand og svo mætti lengi telja. Það eina sem við, sem viljum njóta, þurfum að gera, er að taka niður landamærin sem eru flækjast í hausnum á okkur og drífa okkur af stað. Komdu og sjáðu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar