Mikilvægi skaðaminnkandi þjónustu og heilsuverndar Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar