Glöggt er gests augað Stjórnarmaðurinn skrifar 15. apríl 2015 10:30 Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Tillögur þingmannsins Frosta Sigurjónssonar um umbætur í peningamálum eru athyglisverðar. Líkt og allt of oft vill gerast á Íslandi hefur hins vegar lítið farið fyrir efnislegri umræðu. Aðallega hefur verið einblínt á þá staðreynd að skýrslan er rituð á ensku og fjallað um þá ákvörðun tveggja kollega Frosta að segja sig frá skýrslugerðinni. Sá þáttur skýrslunnar sem mesta athygli hefur vakið er tillaga Frosta um að skoða möguleika á upptöku svokallaðs þjóðpeningakerfis. Hugmyndin er ekki ný af nálinni, en byggist með nokkurri einföldun á því að ríkisvaldið hafi einkarétt á peningamyndun. Bankarnir fá því ekki að skapa peninga líkt og þeir gera í núverandi kerfi, til að mynda þegar þeir veita ný lán. Frosti kemst að þeirri niðurstöðu að Seðlabankanum hafi ekki tekist að hafa hemil á peningamyndun íslensku bankanna með sínum hefðbundnu stjórntækjum, s.s. eiginfjárskilyrðum og stýrivöxtum. Bankarnir hafi því skapað mun meiri peninga en hagkerfið þurfi á að halda. Þjóðpeningakerfið sé möguleg lausn á þessu. Frosti hefur þurft að þola talsverða gagnrýni fyrir tillögur sínar, og meðal annars verið sakaður um að kynna til leiks úreltar hugmyndir. Nú hefur honum hins vegar borist stuðningur úr óvæntri átt; frá breska stórblaðinu Financial Times. Þungavigtarstuðningur það. Stundum þarf að setja sig í spor aðkomumanns til að skynja fáránleikann í hversdeginum. Ísland er eitt allra minnsta hagkerfi heims, og sennilega það allra minnsta sem heldur úti eigin gjaldmiðli. Það er því erfitt að sannfæra alþjóðamarkaði um ágæti þess að eiga krónur. Saga krónunnar er heldur ekki glæsileg. Verðbólga hefur lengst af verið stjórnlaus, og gjaldeyrishöft þóttu nauðsynleg lengst af – að undanskildu sjö ára tímabili í upphafi þessarar aldar. Við erum nú aftur í þeirri stöðu að vera land í höftum, þótt stjórnmálamenn tilkynni á tyllidögum að sú verði ekki raunin mikið lengur. Bíðum og sjáum til með það. Það er ljóst að núverandi peningakerfi er satt lífdaga. Flestir sem eru þeirrar skoðunar hafa viljað taka upp annan gjaldmiðil, hvort sem það er evra, norsk króna eða kanadískur dalur. Upptaka annars gjaldmiðils væri líkleg til að auka stöðugleika í íslenska hagkerfinu. Tillaga Frosta er önnur möguleg leið að sama markmiði. Honum ber að hrósa fyrir frumlega hugsun og þetta á að skoða af fullri alvöru. Nú þarf tillagan efnislega umfjöllun – þingmenn hljóta að geta klórað sig gegnum skýrsluna. Þótt hún sé á ensku.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent