Þetta verður geðveikt kvöld í Vegas Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Gunnar fær frábært tækifæri til þess að sýna hæfileika sína í Bandaríkjunum á risakvöldi UFC í júlí. Vísir/Getty „Þetta var frábært að komast þarna inn enda stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC,“ segir Gunnar Nelson en hann mun berjast við Englendinginn John Hathaway í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í Bandaríkjunum og frábært auglýsingatækifæri fyrir hann þar í landi enda verður áhorf hugsanlega sögulegt enda hefur UFC aldrei haft jafn mikið fyrir því að auglýsa eitt bardagakvöld. Sumir segja að þetta sé stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta verður geðveikt kvöld og má vel vera að þetta sé það stærsta frá upphafi. Ég hafði mikinn áhuga á að komast þarna inn og minntist á það við Dana White [forseta UFC] fyrir löngu og hann sagði strax já. Þá var bara spurning hvenær þetta yrði opinbert og gegn hverjum ég myndi berjast.“ Það verður tekið vel á því næstu vikur og Gunnar ætlar að mæta snemma til Bandaríkjanna í undirbúninginn. „Ég fer örugglega út til Vegas í byrjun maí og verð fram yfir bardagann. Við verðum í einhverju húsi og með eigin æfingaaðstöðu. Þetta er mjög fínt og gott að ná góðum æfingabúðum fyrir bardagann,“ segir Gunnar og bætir við að það verði um tíu manns í æfingahópnum.Mun reyna að róa Conor Þar verða strákar sem Gunnar hefur æft með í Dublin meðal annars. Þar á meðal er Conor McGregor en hann er aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Vegas og berst um titilinn í fjaðurvigt við Jose Aldo. „Það er flott mál og þetta verður gaman,“ segir Gunnar en mun hann eitthvað reyna að róa hinn æsta vélbyssukjaft frá Írlandi niður? „Ég reyni að slaka hann eitthvað niður. Sprauta hann með einhverju,“ segir Gunnar léttur. Andstæðingur Gunnars er 27 ára gamall og með árangurinn 17-2. Hann hefur aftur á móti lítið keppt síðustu ár vegna veikinda en hann greindist með Crohns-sjúkdóm, eða svæðisgarnabólgu. Hann keppti síðast fyrir 13 mánuðum og tapaði þá fyrir Dong Hyun Kim. Síðasti sigur kappans kom í lok september árið 2012. Hathaway hefur aftur á móti náð heilsu á ný og mun vafalítið mæta beittur í búrið gegn Gunnari.„Ég hef fylgst með þessum strák lengi og hann er helvíti öflugur og verðugur andstæðingur. Hann hefur sigrað marga góða menn í UFC og er aðeins með tvö töp á bakinu. Þetta er alvöru nagli,“ segir Gunnar en Hathaway hefur meðal annars haft betur gegn Rick Story sem Gunnar tapaði fyrir á síðasta ári. Sá bardagi fór fram fyrir sex árum. Englendingurinn er talsvert hávaxnari en Gunnar og með lengri faðm. Það er eitthvað sem Gunnar þekkir vel og kemur honum ekki úr jafnvægi. „Þetta er alltaf voðalega svipað hjá mér. Ég mun æfa gegn skrokkum sem eru svipaðir og Hathaway. Undirbúningur verður því svipaður og oft áður. Ég mun alltaf halda minni áætlun í búrinu og bregðast við aðstæðum hverju sinni. Ég veit hvernig hann er og hann á ekki að geta komið mér á óvart,“ segir Gunnar en hann býst ekki við því að bardaginn fari mikið fram í gólfinu. „Ég efast um að hann vilji fara í gólfið með mér en ég mun rífa hann í jörðina um leið og tækifæri gefst til.“xxVar ekki nógu góður gegn Story Gunnar tapaði frekar óvænt síðasta bardaga sínum í október á síðasta ári. Bardaginn, sem var gegn Rick Story, fór í fimm lotur og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur. Telur Gunnar sig hafa eitthvað að sanna eftir tapið í Stokkhólmi? „Allir bardagar eru þannig. Maður fer í hvern bardaga til þess að klára dæmið og gera það almennilega,“ segir Gunnar en hann telur sig hafa lært mikið af bardaganum gegn Story. „Ég vil meina að almennt hafi ég einfaldlega ekki verið nógu góður í þeim bardaga. Ég var svolítið stífur og ekki að hreyfa mig eins frjálst og ég er vanur að gera. Ég hef lent í því áður en unnið og komist upp með það. Þarna gekk það ekki og þá lærir maður og sér hvað það er sem getur þvælst fyrir manni,“ segir Gunnar en fyrir vikið mun hann mæta beittari en áður í búrið í Las Vegas. „Ég verð í mínu allra besta formi og reynslunni ríkari.“ MMA Tengdar fréttir Enn einn risabardaginn á bardagakvöldi Gunnars í Las Vegas UFC 189 verður bara betra og betra. Pörupilturinn Nate Diaz mætir Matt Brown í bardaga sem gæti orðið stórkostleg skemmtun. UFC staðfesti þetta seint í gærkvöldi. 9. apríl 2015 11:45 Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Telja bardaga Gunnars Nelson hafa getað haft skaðleg áhrif á börn Fjölmiðlanefnd gerði athugasemdir við útsendingu 365 frá bardaga Gunnars Nelson og Rick Story. Sátt náðist í málinu. 1. apríl 2015 10:15 Andstæðingur Gunnars hefur unnið Rick Story Maðurinn sem mætir Gunnari Nelson í Las Vegas er með Crohns-sjúkdóminn og hefur ekki keppt í 13 mánuði. 4. apríl 2015 09:00 Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn 11. júlí og berst við öflugan Breta 1. apríl 2015 19:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
„Þetta var frábært að komast þarna inn enda stærsta bardagakvöld ársins hjá UFC,“ segir Gunnar Nelson en hann mun berjast við Englendinginn John Hathaway í Las Vegas þann 11. júlí næstkomandi. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars í Bandaríkjunum og frábært auglýsingatækifæri fyrir hann þar í landi enda verður áhorf hugsanlega sögulegt enda hefur UFC aldrei haft jafn mikið fyrir því að auglýsa eitt bardagakvöld. Sumir segja að þetta sé stærsta kvöld í sögu UFC. „Þetta verður geðveikt kvöld og má vel vera að þetta sé það stærsta frá upphafi. Ég hafði mikinn áhuga á að komast þarna inn og minntist á það við Dana White [forseta UFC] fyrir löngu og hann sagði strax já. Þá var bara spurning hvenær þetta yrði opinbert og gegn hverjum ég myndi berjast.“ Það verður tekið vel á því næstu vikur og Gunnar ætlar að mæta snemma til Bandaríkjanna í undirbúninginn. „Ég fer örugglega út til Vegas í byrjun maí og verð fram yfir bardagann. Við verðum í einhverju húsi og með eigin æfingaaðstöðu. Þetta er mjög fínt og gott að ná góðum æfingabúðum fyrir bardagann,“ segir Gunnar og bætir við að það verði um tíu manns í æfingahópnum.Mun reyna að róa Conor Þar verða strákar sem Gunnar hefur æft með í Dublin meðal annars. Þar á meðal er Conor McGregor en hann er aðalnúmerið á bardagakvöldinu í Vegas og berst um titilinn í fjaðurvigt við Jose Aldo. „Það er flott mál og þetta verður gaman,“ segir Gunnar en mun hann eitthvað reyna að róa hinn æsta vélbyssukjaft frá Írlandi niður? „Ég reyni að slaka hann eitthvað niður. Sprauta hann með einhverju,“ segir Gunnar léttur. Andstæðingur Gunnars er 27 ára gamall og með árangurinn 17-2. Hann hefur aftur á móti lítið keppt síðustu ár vegna veikinda en hann greindist með Crohns-sjúkdóm, eða svæðisgarnabólgu. Hann keppti síðast fyrir 13 mánuðum og tapaði þá fyrir Dong Hyun Kim. Síðasti sigur kappans kom í lok september árið 2012. Hathaway hefur aftur á móti náð heilsu á ný og mun vafalítið mæta beittur í búrið gegn Gunnari.„Ég hef fylgst með þessum strák lengi og hann er helvíti öflugur og verðugur andstæðingur. Hann hefur sigrað marga góða menn í UFC og er aðeins með tvö töp á bakinu. Þetta er alvöru nagli,“ segir Gunnar en Hathaway hefur meðal annars haft betur gegn Rick Story sem Gunnar tapaði fyrir á síðasta ári. Sá bardagi fór fram fyrir sex árum. Englendingurinn er talsvert hávaxnari en Gunnar og með lengri faðm. Það er eitthvað sem Gunnar þekkir vel og kemur honum ekki úr jafnvægi. „Þetta er alltaf voðalega svipað hjá mér. Ég mun æfa gegn skrokkum sem eru svipaðir og Hathaway. Undirbúningur verður því svipaður og oft áður. Ég mun alltaf halda minni áætlun í búrinu og bregðast við aðstæðum hverju sinni. Ég veit hvernig hann er og hann á ekki að geta komið mér á óvart,“ segir Gunnar en hann býst ekki við því að bardaginn fari mikið fram í gólfinu. „Ég efast um að hann vilji fara í gólfið með mér en ég mun rífa hann í jörðina um leið og tækifæri gefst til.“xxVar ekki nógu góður gegn Story Gunnar tapaði frekar óvænt síðasta bardaga sínum í október á síðasta ári. Bardaginn, sem var gegn Rick Story, fór í fimm lotur og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur. Telur Gunnar sig hafa eitthvað að sanna eftir tapið í Stokkhólmi? „Allir bardagar eru þannig. Maður fer í hvern bardaga til þess að klára dæmið og gera það almennilega,“ segir Gunnar en hann telur sig hafa lært mikið af bardaganum gegn Story. „Ég vil meina að almennt hafi ég einfaldlega ekki verið nógu góður í þeim bardaga. Ég var svolítið stífur og ekki að hreyfa mig eins frjálst og ég er vanur að gera. Ég hef lent í því áður en unnið og komist upp með það. Þarna gekk það ekki og þá lærir maður og sér hvað það er sem getur þvælst fyrir manni,“ segir Gunnar en fyrir vikið mun hann mæta beittari en áður í búrið í Las Vegas. „Ég verð í mínu allra besta formi og reynslunni ríkari.“
MMA Tengdar fréttir Enn einn risabardaginn á bardagakvöldi Gunnars í Las Vegas UFC 189 verður bara betra og betra. Pörupilturinn Nate Diaz mætir Matt Brown í bardaga sem gæti orðið stórkostleg skemmtun. UFC staðfesti þetta seint í gærkvöldi. 9. apríl 2015 11:45 Vilja leyfa MMA á Íslandi Frumvarp Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í vinnslu. 25. mars 2015 11:33 Telja bardaga Gunnars Nelson hafa getað haft skaðleg áhrif á börn Fjölmiðlanefnd gerði athugasemdir við útsendingu 365 frá bardaga Gunnars Nelson og Rick Story. Sátt náðist í málinu. 1. apríl 2015 10:15 Andstæðingur Gunnars hefur unnið Rick Story Maðurinn sem mætir Gunnari Nelson í Las Vegas er með Crohns-sjúkdóminn og hefur ekki keppt í 13 mánuði. 4. apríl 2015 09:00 Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn 11. júlí og berst við öflugan Breta 1. apríl 2015 19:31 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Enn einn risabardaginn á bardagakvöldi Gunnars í Las Vegas UFC 189 verður bara betra og betra. Pörupilturinn Nate Diaz mætir Matt Brown í bardaga sem gæti orðið stórkostleg skemmtun. UFC staðfesti þetta seint í gærkvöldi. 9. apríl 2015 11:45
Telja bardaga Gunnars Nelson hafa getað haft skaðleg áhrif á börn Fjölmiðlanefnd gerði athugasemdir við útsendingu 365 frá bardaga Gunnars Nelson og Rick Story. Sátt náðist í málinu. 1. apríl 2015 10:15
Andstæðingur Gunnars hefur unnið Rick Story Maðurinn sem mætir Gunnari Nelson í Las Vegas er með Crohns-sjúkdóminn og hefur ekki keppt í 13 mánuði. 4. apríl 2015 09:00
Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn 11. júlí og berst við öflugan Breta 1. apríl 2015 19:31