Óskarsverðlaunahafar og ísgerð í Rúanda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. apríl 2015 10:00 Óskarsverðlaunamynd um Edward Snowden er sýnd á hátíðinni. Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Dagana 9. til 12. apríl fer fram heimildar- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts&Docs Festival í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Á hátíðinni ægir saman stórum erlendum heimildarmyndum og nýjum íslenskum heimildar- og stuttmyndum. Uppljóstranir um njósnir Bandaríkjamanna, pólsk fjallgöngugoðsögn, trommuhringur og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda auk rokks í Neskaupstað og á Grænlandi er meðal þess sem myndir hátíðarinnar fjalla um. Óskarsverðlaunamyndin Citizenfour eftir Lauru Poitras er meðal mynda sem verða sýndar. Myndin var valin besta heimildarmyndin bæði á Óskarsverðlaunahátíðinni og BAFTA-hátíðinni. Poitras mun taka þátt í spurt og svarað sýningu á myndinni laugardaginn 11. apríl klukkan 20. Lisa Fruchtmann kemur til landsins og fyrsta leikstjórnarverk hennar, Sweet Dreams, verður sýnt á hátíðinni. Myndin fjallar um konur af ólíkum uppruna sem koma saman til að stofna trommuhring og ísgerð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Fruchtmann hlaut Óskarsverðlaun fyrir klippingu myndarinnar The Right Stuff og klippti einnig Apocalypse Now og Godfather III. Bæði Fruchtmann og Poitras munu vera með námskeið á hátíðinni. Ókeypis er á námskeiðin og aðgangur öllum opinn.Fyrsta grænlenska heimildamyndin í fullri lengd Sumé - the Sound of a Revolution, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá sögu grænlensku rokkhljómsveitinni Sumé, sem olli straumhvörfum á Grænlandi á áttunda áratugnum, söng á grænlensku og átti þátt í að breyta sjálfsmynd þjóðarinnar og blása lífi í heimastjórnarbaráttu Grænlendinga. Opnunarmynd hátíðarinnar er einnig um rokk. Þungarokk. No Idiots Allowed í leikstjórn Halls Arnar Árnasonar, fjallar um rokkhátíðina Eistnaflug, sem fer fram á Neskaupstað ár hvert. Þetta er fyrsta heimildamynd Halls í fullri lengd. Einnig verða nokkrar íslenskar stuttmyndir og styttri heimildamyndir sýndar saman í einni sýningu, m.a. falleg mynd sem sýnir norðurljósin og merkileg mynd um lífshlaup heimskautarefsins. Icelandic Short&Docs hátíðin hefur verið á faraldsfæti og farið með íslenskar stutt- og heimildamyndir í ferðir um Kanada og Bandaríkin í samstarfi við Taste of Iceland. Samhliða hátíðinni í Reykjavík verður sýning á úrvali íslenskra mynda í Edmonton í Kanada þann 12. apríl. Einnig er fyrirhugað að sýna íslenskar stuttmyndir í lok mánaðarins í Mexíkó á vegum Reykjavík Shorts&Docs. Þetta er í þrettánda skipti sem hátíðin fer fram en í gegnum tíðina hefur hún verið á hinum ýmsu stöðum. Þar má nefna Háskólabíó, Norræna húsið, Regnbogann og Kex hostel. Miðasala fer fram í Bíó Paradís og er fjöldi sýninga takmarkaður. Nánari upplýsingar má finna á shortsanddocsfest.com.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira