Höft hefta Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 9. febrúar 2015 06:00 Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Tilefnið var sala á einu myndarlegasta iðnfyrirtæki landsins til erlendra eigenda og flutningur höfuðstöðva fyrirtækisins frá Íslandi. Þó að framleiðsla fyrirtækisins verði áfram hér á landi eru þetta sorgleg tíðindi fyrir íslenskan iðnað. Margoft hefur verið bent á skaðsemi gjaldeyrishafta fyrir íslenskt efnahagslíf og er þetta því miður dæmi um að það er ekki að ástæðulausu. Líklega var það skynsöm ráðstöfun að setja gjaldeyrishöftin á enda var þeim ætlað að bregðast við fyrirsjáanlegum bráðavanda og frekara hruni krónunnar. Nú eru sex árin liðin og þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda bólar ekkert á raunverulegri áætlun um afnám þeirra. Íslensk fyrirtæki hafa sýnt mikla seiglu en á einhverjum tímapunkti þrýtur þolinmæðina. Þann punkt nálgumst við óðfluga. Fyrirtæki sem þurfa að vaxa geta það einfaldlega ekki í lokuðu haftahagkerfi. Gjaldeyrishöftin koma í veg fyrir nauðsynlegan efnahagsbata og gera okkur ókleift að nýta fjármagn til framþróunar. Vegna haftanna er framleiðni fjármagns alltof lítil. Það er ljóst að mörg fyrirtæki finna ekki svo gjörla fyrir höftum í daglegum rekstri. Á það einkum við um fyrirtæki sem starfa á heimamarkaði. Önnur fyrirtæki, sérstaklega þau sem eru í sérhæfðri starfsemi svo sem tækni og hugviti, þurfa að horfa út fyrir túngarðinn til að geta vaxið og dafnað. Þetta eru oft og tíðum vaxtarsprotar framtíðarinnar. Höftin hafa ekki bara hamlandi áhrif á nýsköpun og sprotafyrirtæki heldur einnig á fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði eins og dæmin sanna. Viðskiptalíf í höftum getur aldrei blómstrað til lengdar enda fela þau í sér skert samkeppnisumhverfi fyrirtækja okkar. Ísland er að missa af vaxtartækifærum og tapa frá landinu ungu og hæfileikaríku fólki sem hér vill starfa og lifa. Því verðum við sem þjóð að skapa ungu, vel menntuðu fólki vaxtarskilyrði sambærileg þeim sem eru í löndunum í kringum okkur. Það er löngu tímabært að bregðast við. Látum ekki höftin hefta vöxt iðnaðar á Íslandi.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun