City á veika von á Nývangi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2015 06:00 Manuel Pellegrini, stjóri City, með Yaya Toure sem áður lék með Barcelona. Vísir/Getty 16-liða úrslitunum í Meistaradeild Evrópu lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Rimma stórliðanna Barcelona og Manchester City ræðst á Nývangi Börsunga í kvöld en þar hafa heimamenn undirtökin eftir 2-1 sigur í Manchester í fyrri leiknum. Barcelona fékk tækifæri til að gera nánast út um einvígið á lokamínútum leiksins en Lionel Messi brást bogalistin á vítapunktinum og því halda þeir ensku enn í veika von fyrir kvöldið. „City er með ótrúlega góða leikmenn og hefur allt sem þarf til að snúa einvíginu sér í hag. Við munum nálgast þennan leik eins og þann fyrri og slá ekki slöku við. Það er enn nóg af mínútum eftir í einvíginu,“ sagði Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ítalíumeistarar Juventus hafa forystu eftir 2-1 sigur í fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Dortmund á heimavelli en liðin mætast á Signal Iduna-leikvanginum í Þýskalandi í kvöld. Eftir mjög svo erfiða byrjun í þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund komið upp í tíunda sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik síðan í byrjun febrúar. Þökk sé útivallarmarki þeirra þýsku dugir þeim 1-0 sigur á heimavelli í kvöld og er von á að þeir muni mæta fullir sjálfstrausts til leiks í kvöld. „Við verðum að skora,“ sagði Massimiliano Allegri, stjóri Juventus. „Ég sé ekki fyrir mér að þessi leikur muni enda 0-0.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira
16-liða úrslitunum í Meistaradeild Evrópu lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Rimma stórliðanna Barcelona og Manchester City ræðst á Nývangi Börsunga í kvöld en þar hafa heimamenn undirtökin eftir 2-1 sigur í Manchester í fyrri leiknum. Barcelona fékk tækifæri til að gera nánast út um einvígið á lokamínútum leiksins en Lionel Messi brást bogalistin á vítapunktinum og því halda þeir ensku enn í veika von fyrir kvöldið. „City er með ótrúlega góða leikmenn og hefur allt sem þarf til að snúa einvíginu sér í hag. Við munum nálgast þennan leik eins og þann fyrri og slá ekki slöku við. Það er enn nóg af mínútum eftir í einvíginu,“ sagði Andrés Iniesta, leikmaður Barcelona, á blaðamannafundi fyrir leikinn. Ítalíumeistarar Juventus hafa forystu eftir 2-1 sigur í fyrri leik sínum gegn þýska liðinu Dortmund á heimavelli en liðin mætast á Signal Iduna-leikvanginum í Þýskalandi í kvöld. Eftir mjög svo erfiða byrjun í þýsku úrvalsdeildinni er Dortmund komið upp í tíunda sæti þýsku deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik síðan í byrjun febrúar. Þökk sé útivallarmarki þeirra þýsku dugir þeim 1-0 sigur á heimavelli í kvöld og er von á að þeir muni mæta fullir sjálfstrausts til leiks í kvöld. „Við verðum að skora,“ sagði Massimiliano Allegri, stjóri Juventus. „Ég sé ekki fyrir mér að þessi leikur muni enda 0-0.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Sjá meira