Upplifa eitthvað nýtt og spennandi Magnús Guðmundsson skrifar 17. mars 2015 10:30 Opnunarmynd hátíðarinnar er Antboy og rauða refsinornin og hún er talsett á íslensku. Fyrri myndin um Antboy var sýnd á síðustu hátíð og naut þá gríðarlegra vinsælda. Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á miðvikudaginn og stendur til 29. mars næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur farið ört vaxandi. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir. „Við eigum von á flottum erlendum gestum í fyrsta skipti á þessa hátíð, verðum með fjölda spennandi viðburða og svo komum við að sjálfsögðu til með að sýna margar skemmtilegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við henni eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíðina formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, verndara hátíðarinnar, og forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur.“ Helga Bryndís segir að meginmarkmiðið með því að halda svona hátíð sé að auka kvikmyndalæsi barna og gefa þeim færi á því að sjá myndir sem eru utan þess almenna efnis sem er í boði í öðrum kvikmyndahúsum. „Hér gefst börnum, unglingum og foreldrum því tækifæri til þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, sem við teljum að eigi erindi til okkar allra,“ segir hún. „Það verða sýndar myndir víða að úr heiminum og líka sígildar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda mun einnig fá tækifæri til að kynnast því hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, fara á leiklistarnámskeið fyrir kvikmyndaleik og margt fleira skemmtilegt. Miðaverð á myndirnar er 1.000 krónur en svo er frítt á viðburðina og um að gera að koma og vera með. Þema hátíðarinnar í ár er friður og endurspegla margar myndanna það mikilvæga málefni. Börn og unglingar munu því fá að að kynnast hugmyndafræði eins og fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirðingu, sköpun og gagnrýninni hugsun. Eins og á síðasta ári verðum við svo með áhorfendaverðlaun þar sem gestirnir velja sína uppáhaldsmynd. Myndin sem fær þessi verðlaun fer svo í sýningarferð um landið, fer nánar tiltekið á sex staði þar sem er ekki kvikmyndahús á staðnum, og þannig gefst krökkunum þar færi á að koma í bíó í sinni heimasveit.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst á miðvikudaginn og stendur til 29. mars næstkomandi. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til þessarar skemmtilegu hátíðar sem hefur farið ört vaxandi. „Þetta verður stærsta hátíðin til þessa,“ segir Helga Bryndís Ernudóttir. „Við eigum von á flottum erlendum gestum í fyrsta skipti á þessa hátíð, verðum með fjölda spennandi viðburða og svo komum við að sjálfsögðu til með að sýna margar skemmtilegar kvikmyndir. Opnunarmynd hátíðarinnar í fyrra var hin stórskemmtilega Antboy og nú fylgjum við henni eftir með framhaldsmyndinni Antboy: Rauða refsinornin sem er opnunarmyndin í ár. Leikstjóri Antboy-myndanna, Ask Hasselbalch, mun opna hátíðina formlega ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, verndara hátíðarinnar, og forseta borgarstjórnar, Sóleyju Tómasdóttur.“ Helga Bryndís segir að meginmarkmiðið með því að halda svona hátíð sé að auka kvikmyndalæsi barna og gefa þeim færi á því að sjá myndir sem eru utan þess almenna efnis sem er í boði í öðrum kvikmyndahúsum. „Hér gefst börnum, unglingum og foreldrum því tækifæri til þess að sjá og upplifa eitthvað nýtt og spennandi, sem við teljum að eigi erindi til okkar allra,“ segir hún. „Það verða sýndar myndir víða að úr heiminum og líka sígildar íslenskar barnamyndir. Næsta kynslóð kvikmyndagerðarmanna og kvikmyndaunnenda mun einnig fá tækifæri til að kynnast því hvernig kvikmyndir og teiknimyndir verða til, fara á leiklistarnámskeið fyrir kvikmyndaleik og margt fleira skemmtilegt. Miðaverð á myndirnar er 1.000 krónur en svo er frítt á viðburðina og um að gera að koma og vera með. Þema hátíðarinnar í ár er friður og endurspegla margar myndanna það mikilvæga málefni. Börn og unglingar munu því fá að að kynnast hugmyndafræði eins og fjölmenningu, kynvitund, líkamsvirðingu, sköpun og gagnrýninni hugsun. Eins og á síðasta ári verðum við svo með áhorfendaverðlaun þar sem gestirnir velja sína uppáhaldsmynd. Myndin sem fær þessi verðlaun fer svo í sýningarferð um landið, fer nánar tiltekið á sex staði þar sem er ekki kvikmyndahús á staðnum, og þannig gefst krökkunum þar færi á að koma í bíó í sinni heimasveit.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira