Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2015 07:00 Russell Westbrook. Vísir/Getty Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Oklahoma City Thunder þarf á öllu sínu að halda í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina í vor. Meiðsli lykilmanna, skelfileg byrjun og sú staðreynd að liðið spilar í Vesturdeildinni þýðir að verkefnið er næstum því af „ómögulegu“ gerðinni. Það er fyrir lið sem eru ekki með mann eins og Russell Westbrook í sínu liði. Keppnisskapið, áræðnin, hugrekkið og sprengikrafturinn heilla alla sem á horfa og flest lið þurfa hreinlega að grípa til þess ráðs að þrídekka kappann til að koma í veg fyrir að hann hreinlega keyri yfir þau með liðið sitt í eftirdragi. Jú, auðvitað fylgir fullt af töpuðum boltum og nóg af misheppnuðum skotum en keppnisharkan er engu lík og bráðsmitandi fyrir liðsfélaga hans. Maðurinn, sem hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að reyna að gera of mikið eða jafnvel fyrir að stela sviðsljósinu af besta leikmanni liðsins, hefur sýnt að þar er á ferðinni leikmaður sem getur borið sitt uppi.Durant hefur misst af 37 leikjum Kevin Durant, besti leikmaður NBA-deildarinnar á síðustu leiktíð, hefur aðeins spilað 27 leiki af 66 á tímabilinu. Thunder-liðið hefur því þurft að treysta enn meira á leikstjórnanda sinn. Nú velta sumir því fyrir sér hvort hægt sé að ganga fram hjá Russell þegar kemur að því að velja mikilvægasta leikmann deildarinnar og hvort Thunder gæti eignast tvo bestu leikmenn deildarinnar á tveimur árum. Russel hefur misst af fullt af leikjum og það gæti spillt mikið fyrir honum í þeirri baráttu. Tölur Russell Westbrook í febrúar voru sögulegar því hann var aðeins annar leikmaðurinn í sögu NBA sem náði því að vera með yfir 30 stig, 9 fráköst og 10 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum eða fleiri í einum mánuði. Westbrook komst þar í hóp með Oscar Robertson sem átti átta slíka mánuði.Eins og Michael Jordan Russell Westbrook hefur ekki gefið mikið eftir í mars, þvert á móti, frábærar tölur hans urðu bara enn betri. Hann hóf mánuðinn á því að vera fyrsti maðurinn síðan Michael Jordan (í mars og apríl 1988) sem náði þrennu í fjórum leikjum í röð og var með 35,2 stig, 10,7 fráköst og 9,8 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sex leikjum OKC í mars. Eins og sumar ofurhetjurnar er Russell meira að segja farinn að spila með grímu en þó af illri nauðsyn. Westbrook endaði með holu á kinnbeininu eftir einn leikinn en kinnbeinsbrotið hélt honum þó bara frá í einum leik og hann var með þrefalda tvennu í fyrsta leiknum með grímuna. Tölurnar og frammistaða Russells Westbrook eru líka að skila Oklahoma City Thunder nær úrslitakeppninni. Liðið vann 9 af 12 leikjum sínum í febrúar og hefur unnið fjóra af 6 leikjum sínum í mars. Það er þó mikið verk eftir enn. Oklahoma City Thunder situr eins og er í áttunda og síðasta sætinu en það er stutt í bæði New Orleans Pelicans og Phoenix Suns. Liðið á eftir sextán leiki í deildarkeppninni og ekkert nema áframhald á hetjulegri frammistöðu Russells sér til þess að OKC verði í hópiEnginn óskamótherji Komist lið Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina er ljóst að þar fer enginn óskamótherji fyrir efstu liðin sem eru mögulega að fara að mæta einu heitasta liði NBA-deildarinnar. Það styttist í endurkomu Kevins Durant sem ætti að gera verkefnið enn auðveldara. Það býst þó enginn við því að Russell Westbrook setjist í farþegasætið því OKC-liðið er orðið jafnmikið hans lið eins og það er liðið hans Durants.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira